Erlent

Geimskutlan Endeavour á loft

Geimskutlunni Endeavour hefur verið skotið á loft en hún á að fljúga til alþjóðlegu geimstöðvarinnar.

Um borð í geimskutlunni verður fyrsti hlutinn af japanskri rannsóknarstofu sem byggð verður við geimstöðina í þremur áföngum. Áætlað er að geimskutlan verði við alþjóðlegu geimstöðina í 12 daga meðan verið er að koma japanska farminum fyrir.

Jafnframt verður komið fyrir sérstöku vélmenni sem á að sjá um viðhald og viðgerðir utan á geimstöðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×