Hannes: Flakkið fylgir fótboltanum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. mars 2008 18:55 Hannes Þ. Sigurðsson í leik með landsliðinu. Nordic Photos / Getty Images Hannes Þ. Sigurðsson gekk frá samningum við sænska úrvalsdeildarfélagið Sundsvall seint í gærkvöldi. Hann hefur leikið með fjórum félögum á undanförnu einu og hálfa ári. „Þetta leggst mjög vel í mig," sagði Hannes í samtali við Vísi. „Þetta var svo sem ekki erfitt ferli en eins og alltaf tók það sinn tíma fyrir alla aðila að komast að niðurstöðu. Þetta blessaðist svo allt á endanum." Hannes hóf atvinnumannaferilinn hjá Viking í Stafangri og lék með félaginu í fjögur ár áður en hann hélt til Englands árið 2005. Alls hefur hann leikið með því í fimm ár. „Mér líst mjög vel á Sundsvall en það verður erfitt að fara frá Víking og Stafangri. Hér er ég með góð tengsl bæði við bæinn og klúbbinn. Hins vegar hlakka ég mikið til að fara að spila fótbolta í hverri viku. Þetta er því frábær möguleiki fyrir mig." Hannes fór frá Stoke í Englandi í ágúst 2006 og gekk til liðs við Bröndby í Danmörku. Þaðan fór hann til Viking fyrir rúmu ári síðan og verður því Sundsvall fjórða félagið sem hann leikur með í jafn mörgum löndum á rúmu einu og hálfu ári. „Ég tek þessu öllu saman eins og þetta kemur. Fótboltinn er bara þannig, maður er á faraldsfæti og það er eðlilegur hluti af fótboltanum. Ég er ekki að stressa mig á þessu." Sundsvall er nýliði í sænsku úrvalsdeildinni en Hannes vonast vitanlega til að félagið geti komið á óvart í sumar. „Ég þekki nú ekki sænsku deildina það vel en mér líst ágætlega á þetta. Ég átti gott samtal við þjálfarann og efast ekki um að það sé rétta valið fyrir mig að fara til Sundsvall." „Ef ég vill líka koma mér aftur í landsliðið get ég ekki setið á bekknum einhversstaðar út í heimi." Fyrr í vetur gekk FH-ingurinn Sverrir Garðarsson til liðs við Sundsvall en hann og Hannes eru æskufélagar enda sá síðarnefndi gamall FH-ingur. „Það hafði mikið að segja að Sverrir var kominn til félagsins. Það verður frábært að fá að spila með honum aftur. Ég held að það hafi síðast gerst með U-21 landsliðinu árið 2004. Við erum góðir vinir enda er hann nú guðfaðir dóttur minnar. Það er því óhætt að segja að við náum ágætlega saman." Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Hannes Þ. Sigurðsson gekk frá samningum við sænska úrvalsdeildarfélagið Sundsvall seint í gærkvöldi. Hann hefur leikið með fjórum félögum á undanförnu einu og hálfa ári. „Þetta leggst mjög vel í mig," sagði Hannes í samtali við Vísi. „Þetta var svo sem ekki erfitt ferli en eins og alltaf tók það sinn tíma fyrir alla aðila að komast að niðurstöðu. Þetta blessaðist svo allt á endanum." Hannes hóf atvinnumannaferilinn hjá Viking í Stafangri og lék með félaginu í fjögur ár áður en hann hélt til Englands árið 2005. Alls hefur hann leikið með því í fimm ár. „Mér líst mjög vel á Sundsvall en það verður erfitt að fara frá Víking og Stafangri. Hér er ég með góð tengsl bæði við bæinn og klúbbinn. Hins vegar hlakka ég mikið til að fara að spila fótbolta í hverri viku. Þetta er því frábær möguleiki fyrir mig." Hannes fór frá Stoke í Englandi í ágúst 2006 og gekk til liðs við Bröndby í Danmörku. Þaðan fór hann til Viking fyrir rúmu ári síðan og verður því Sundsvall fjórða félagið sem hann leikur með í jafn mörgum löndum á rúmu einu og hálfu ári. „Ég tek þessu öllu saman eins og þetta kemur. Fótboltinn er bara þannig, maður er á faraldsfæti og það er eðlilegur hluti af fótboltanum. Ég er ekki að stressa mig á þessu." Sundsvall er nýliði í sænsku úrvalsdeildinni en Hannes vonast vitanlega til að félagið geti komið á óvart í sumar. „Ég þekki nú ekki sænsku deildina það vel en mér líst ágætlega á þetta. Ég átti gott samtal við þjálfarann og efast ekki um að það sé rétta valið fyrir mig að fara til Sundsvall." „Ef ég vill líka koma mér aftur í landsliðið get ég ekki setið á bekknum einhversstaðar út í heimi." Fyrr í vetur gekk FH-ingurinn Sverrir Garðarsson til liðs við Sundsvall en hann og Hannes eru æskufélagar enda sá síðarnefndi gamall FH-ingur. „Það hafði mikið að segja að Sverrir var kominn til félagsins. Það verður frábært að fá að spila með honum aftur. Ég held að það hafi síðast gerst með U-21 landsliðinu árið 2004. Við erum góðir vinir enda er hann nú guðfaðir dóttur minnar. Það er því óhætt að segja að við náum ágætlega saman."
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira