Óeirðir vegna Tíbets breiðast út Óli Tynes skrifar 16. mars 2008 19:15 Tíbet naut í raun sjálfstæðis í marga áratugi þartil árið 1950 að Kínverjar sendu þangað her til að taka völdin. Árið 1959 gerðu Tíbetar uppreisn sem var barin niður með mikilli hörku. Það var sú uppreisn sem munkar voru að minnast síðastliðinn mánudag. Kínverjar brugðust aftur við af hörku og það leiddi til öldu mótmæla sem enn sér ekki fyrir endann á. Tíbetska útlagastjórnin í Indlandi segir að áttatíu manns hafi fallið í átökunum við kínversk stjórnvöld undanfarna daga og eru þeir þá ekki taldir með sem sagðir eru hafa fallið í dag. Lögreglan neitar því raunar að nokkur hafi verið skotinn til bana. Lhasa, höfuðborg Tíbet er nánast í herkví lögreglu- og hersveita. Íbúarnir hætta sér ekki út fyrir dyr. Í Kína sjálfu brutust hinsvegar út óeirðir. Lögreglan segir aðTíbetar hafi kastað bensínsprengjum og brennt niður lögreglustöð í Aba héraði sem á landamæri að Tíbet. Hermenn hafa verið sendir til þess að standa vörð um opinberar byggingar. Tíbet er stórt land, um hvær og hálf milljón ferkílómetrar. Það er ættjörð um sex milljóna Tíbeta. Þeir hafa sína eigin menningu sem er mjög ólík hinni kínversku. Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbets vill láta rannsaka hvort þar er verið að framja menningarlegt þjóðarmorð með því að flytja þangað Kínverja í stórum stíl til þess að kæfa tíbetsku þjóðina. Margir frægir listamenn hafa tekið Tíbet upp á sína arma. Meðal þeirra er leikarinn Richard Gere, sem er góðvinur Dalais Lama. Björk Guðmundsdóttir olli líka talsverðu uppnámi í Kína þegar hún á dögunum tileinkaði Tíbet lag sitt Declare Independence. Erlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira
Tíbet naut í raun sjálfstæðis í marga áratugi þartil árið 1950 að Kínverjar sendu þangað her til að taka völdin. Árið 1959 gerðu Tíbetar uppreisn sem var barin niður með mikilli hörku. Það var sú uppreisn sem munkar voru að minnast síðastliðinn mánudag. Kínverjar brugðust aftur við af hörku og það leiddi til öldu mótmæla sem enn sér ekki fyrir endann á. Tíbetska útlagastjórnin í Indlandi segir að áttatíu manns hafi fallið í átökunum við kínversk stjórnvöld undanfarna daga og eru þeir þá ekki taldir með sem sagðir eru hafa fallið í dag. Lögreglan neitar því raunar að nokkur hafi verið skotinn til bana. Lhasa, höfuðborg Tíbet er nánast í herkví lögreglu- og hersveita. Íbúarnir hætta sér ekki út fyrir dyr. Í Kína sjálfu brutust hinsvegar út óeirðir. Lögreglan segir aðTíbetar hafi kastað bensínsprengjum og brennt niður lögreglustöð í Aba héraði sem á landamæri að Tíbet. Hermenn hafa verið sendir til þess að standa vörð um opinberar byggingar. Tíbet er stórt land, um hvær og hálf milljón ferkílómetrar. Það er ættjörð um sex milljóna Tíbeta. Þeir hafa sína eigin menningu sem er mjög ólík hinni kínversku. Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbets vill láta rannsaka hvort þar er verið að framja menningarlegt þjóðarmorð með því að flytja þangað Kínverja í stórum stíl til þess að kæfa tíbetsku þjóðina. Margir frægir listamenn hafa tekið Tíbet upp á sína arma. Meðal þeirra er leikarinn Richard Gere, sem er góðvinur Dalais Lama. Björk Guðmundsdóttir olli líka talsverðu uppnámi í Kína þegar hún á dögunum tileinkaði Tíbet lag sitt Declare Independence.
Erlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Milei vann stórsigur í Argentínu Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Sjá meira