Höfuðborg hins bjarta norðurs 7. apríl 2008 11:14 Fór menningarreisu norður í lognsældina í Eyjafirði um helgina með mínum góða vinahópi. Veðursældin náttúrlega óviðjafnanleg; heiður himinn og hvítar fannir um allar eggjar. Skildum skíðin eftir syðra, aldrei þessu vant ... en hefðum betur tekið þau með, enda færið líkast til aldrei betra í gylltum brautum Hlíðarfjalls. Skelltum okkur á Fló á skinni í Samkomuhúsinu á föstudagskvöld og hlógum okkur máttlaus í svo sem eins og hálfa þriðju stund. Einstök sýning í æðislegu leikhúsi; stefnir í sjötíu sýningar og allt uppselt - sumsé engu lagi líkt. Svo tók við enn frekari menning á laugardeginum. Sóttum Möðruvelli heim í Hörgárdal eftir dægilegan árbít á Bláu könnunni, þeim unaðsreit í hjarta bæjarins. Séra Solveig Lára fræddi okkur um staðinn eins og sagnaþuli sæmir. Þaðan haldið á Árskógssand í bjórgerð Kalda sem er náttúrlega drykkur á heimsmælikvarða. Mögnuð saga hjónanna Agnesar og Óla sem reistu þetta brugghús á bjartsýninni einni, en jafnframt þessum krafti sem einkennir einstaklinga sem hafa engu að tapa. Fórum svo í Davíðshús og sungum Katarínu og aðra sálma úr Fagraskóginum. Laugarferð og síðdegislúr voru svo hrein nauðsyn fyrir fimm tíma veisluna á Friðriki V. um kvöldið. Þvílíkt daður við bragðlaukana; þjónusta og matseld sem setur ný viðmið í restaurantarekstri á Íslandi. Svona ferðir eru lífsnauðsynlegar. Og við vorum ekki ein. Fjórtán fokkerar á dag á milli Reykjavíkur og Akureyrar sýna strauminn á milli þessara staða. Plús bílarunan milli höfuðstaðanna. Akureyri er farin að keppa við útlönd í helgarteiti. Og þvílíkur keppnisandi ... -SER. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannamál Sigmundar Ernis Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun
Fór menningarreisu norður í lognsældina í Eyjafirði um helgina með mínum góða vinahópi. Veðursældin náttúrlega óviðjafnanleg; heiður himinn og hvítar fannir um allar eggjar. Skildum skíðin eftir syðra, aldrei þessu vant ... en hefðum betur tekið þau með, enda færið líkast til aldrei betra í gylltum brautum Hlíðarfjalls. Skelltum okkur á Fló á skinni í Samkomuhúsinu á föstudagskvöld og hlógum okkur máttlaus í svo sem eins og hálfa þriðju stund. Einstök sýning í æðislegu leikhúsi; stefnir í sjötíu sýningar og allt uppselt - sumsé engu lagi líkt. Svo tók við enn frekari menning á laugardeginum. Sóttum Möðruvelli heim í Hörgárdal eftir dægilegan árbít á Bláu könnunni, þeim unaðsreit í hjarta bæjarins. Séra Solveig Lára fræddi okkur um staðinn eins og sagnaþuli sæmir. Þaðan haldið á Árskógssand í bjórgerð Kalda sem er náttúrlega drykkur á heimsmælikvarða. Mögnuð saga hjónanna Agnesar og Óla sem reistu þetta brugghús á bjartsýninni einni, en jafnframt þessum krafti sem einkennir einstaklinga sem hafa engu að tapa. Fórum svo í Davíðshús og sungum Katarínu og aðra sálma úr Fagraskóginum. Laugarferð og síðdegislúr voru svo hrein nauðsyn fyrir fimm tíma veisluna á Friðriki V. um kvöldið. Þvílíkt daður við bragðlaukana; þjónusta og matseld sem setur ný viðmið í restaurantarekstri á Íslandi. Svona ferðir eru lífsnauðsynlegar. Og við vorum ekki ein. Fjórtán fokkerar á dag á milli Reykjavíkur og Akureyrar sýna strauminn á milli þessara staða. Plús bílarunan milli höfuðstaðanna. Akureyri er farin að keppa við útlönd í helgarteiti. Og þvílíkur keppnisandi ... -SER.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun