Sport

Silja leggur hlaupaskóna á hilluna

Elvar Geir Magnússon skrifar
Silja var fyrirliði frjálsíþróttaliðs FH sem vann sigur á Bikarmeistaramóti FRÍ fyrr í sumar.
Silja var fyrirliði frjálsíþróttaliðs FH sem vann sigur á Bikarmeistaramóti FRÍ fyrr í sumar.

Hlaupadrottningin Silja Úlfarsdóttir hefur ákveðið að leggja hlaupaskóna á hilluna. Henni tókst ekki að ná því markmiði að komast á Ólympíuleikana og hefur nú ákveðið að hætta keppni. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun.

Silja hefur verið ein fremsta frjálsíþróttakona landsins en hefur verið óheppin með meiðsli undanfarin ár. Hún vann fjölmarga titla á ferli sínum.

Hún segir á bloggsíðu sinni að hún muni þó ekki geta yfirgefið íþróttirnar og ætlar að snúa sér að þjálfun ungra íþróttamanna næsta vetur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×