Cannes-hátíðin hafin Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 15. maí 2008 06:00 Rúnar Rúnarsson á mynd í keppni stuttmynda um Gullpálmann í Cannes. Kvikmyndahátíðin í Cannes er hafin og streymir þangað margt stórmennið. Íslenska stuttmyndin Smáfuglar (2 Birds) eftir Rúnar Rúnarsson hefur verið valin í aðalkeppni hátíðarinnar og keppir því um Gullpálmann í ár. Þetta er í annað sinn sem íslensk stuttmynd er valin til keppni í Cannes, en árið 1993 keppti stuttmynd Ingu Lísu Middleton, Ævintýri á okkar tímum, um Gullpálmann. Verðlaunaafhendingin fer fram sunnudaginn 25. maí, en þá er lokahóf kvikmyndahátíðarinnar. Samhliða kvikmyndahátíðinni er í Cannes mjög öflugur kvikmyndamarkaður þar sem kaupendur og seljendur kvikmynda alls staðar að úr heiminum koma saman. Fimm íslenskar kvikmyndir verða sýndar að þessu sinni á markaðssýningum í Cannes en það eru Astrópía (Gunnar B. Guðmundsson), Duggholufólkið (Ari Kristinsson), Veðramót (Guðný Halldórsdóttir), The Amazing Truth About Queen Raquela (Ólafur De Fleur Jóhannesson) og Skrapp út (Sólveig Anspach). Tvær síðastnefndu myndirnar hafa enn ekki verið sýndar á Íslandi. Magnús Viðar Sigurðsson verður fulltrúi Íslendinga í „Producer on the move", en það er viðburður þar sem framleiðendur alls staðar að úr Evrópu koma saman og kynna sig og myndir sínar, ræða framtíðarverkefni og vinna að því að fá nýja aðila að verkum sínum. Starfsmenn Kvikmyndamiðstöðvar Íslands eru á svæðinu framleiðendum til halds og trausts, en miðstöðin hefur um langt skeið verið þátttakandi í markaðssetningu íslenskra kvikmynda í Cannes. Cannes Menning Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Kvikmyndahátíðin í Cannes er hafin og streymir þangað margt stórmennið. Íslenska stuttmyndin Smáfuglar (2 Birds) eftir Rúnar Rúnarsson hefur verið valin í aðalkeppni hátíðarinnar og keppir því um Gullpálmann í ár. Þetta er í annað sinn sem íslensk stuttmynd er valin til keppni í Cannes, en árið 1993 keppti stuttmynd Ingu Lísu Middleton, Ævintýri á okkar tímum, um Gullpálmann. Verðlaunaafhendingin fer fram sunnudaginn 25. maí, en þá er lokahóf kvikmyndahátíðarinnar. Samhliða kvikmyndahátíðinni er í Cannes mjög öflugur kvikmyndamarkaður þar sem kaupendur og seljendur kvikmynda alls staðar að úr heiminum koma saman. Fimm íslenskar kvikmyndir verða sýndar að þessu sinni á markaðssýningum í Cannes en það eru Astrópía (Gunnar B. Guðmundsson), Duggholufólkið (Ari Kristinsson), Veðramót (Guðný Halldórsdóttir), The Amazing Truth About Queen Raquela (Ólafur De Fleur Jóhannesson) og Skrapp út (Sólveig Anspach). Tvær síðastnefndu myndirnar hafa enn ekki verið sýndar á Íslandi. Magnús Viðar Sigurðsson verður fulltrúi Íslendinga í „Producer on the move", en það er viðburður þar sem framleiðendur alls staðar að úr Evrópu koma saman og kynna sig og myndir sínar, ræða framtíðarverkefni og vinna að því að fá nýja aðila að verkum sínum. Starfsmenn Kvikmyndamiðstöðvar Íslands eru á svæðinu framleiðendum til halds og trausts, en miðstöðin hefur um langt skeið verið þátttakandi í markaðssetningu íslenskra kvikmynda í Cannes.
Cannes Menning Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira