Ólafur Haukur Gíslason, markvörður hjá Val, hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild félagsins og verður nú hjá félaginu til ársins 2011.
Ólafur Haukur er alinn upp í Val og er nú fyrirliði liðsins. Hann gekk aftur til liðs við félagið í fyrra og varð Íslandsmeistari með liðinu þá og bikarmeistari í ár.
Fram kemur á heimasíðu Vals að nokkur lið hafi reynt að fá hann til liðs við sig en hann hafi ákveðið að vera áfram í Val.