Körfubolti

Steve Nash er í skottinu

Paul og Williams komu báðir inn í deildina árið 2005 og voru í sigurliði Bandaríkjanna á ÓL í sumar
Paul og Williams komu báðir inn í deildina árið 2005 og voru í sigurliði Bandaríkjanna á ÓL í sumar

Fyrrum körfuboltamaðurinn og sjónvarpsmaðurinn Charles Barkley kann sannarlega að koma fyrir sig orðinu. Hann var á dögunum beðinn að segja sína skoðun á því hver væri besti leikstjórnandi NBA deildarinnar í dag.

Barkley ræddi þetta mál við Reggie Miller og fleiri góða menn á TNT sjónvarpsstöðinni, en þar voru menn ekki sammála.

Einhver vildi meina að Kanadamaðurinn Steve Nash hjá Phoenix Suns væri enn besti leikstjórnandi deildarinnar, en því var Barkley ekki sammála.Hann vill meina að Chris Paul hjá New Orleans og Deron Williams hjá Utah Jazz séu bestu leikstjórnendur deildarinnar í dag.

"Steve Nash er í miklu uppáhaldi hjá mér, en þetta er deild þeirra Chris Paul og Deron Williams í augnablikinu. Ég hef alltaf sagt að Chris Paul sé í ökumannssætinu og Deron Williams í aftursætinu," sagði Barkley.

"En hvar er þá Steve Nash?" spurði Reggie Miller. "Hann er í skottinu," sagði Barkley.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×