Hljómsveitin South River Band hélt tvenna tónleika á Grand Rokk á dögunum þar sem stemningin var einkar góð. Tónleikarnir voru teknir upp og til stendur að gefa þá út á DVD-mynddiski, sem verður sá fyrsti frá sveitinni. South River Band hefur gefið út fjórar plötur á ferli sínum og kom sú síðasta, Allar stúlkurnar, út í fyrra.
Tóku upp tónleika
