Dýrir vindlingar breyta tóbaksneyslu Bandaríkjamanna Atli Steinn Guðmundsson skrifar 13. júní 2008 11:54 Bandaríkjamenn svala tóbaksþörf sinni nú í æ ríkari mæli með neftóbaki og smávindlum auk þess sem sístækkandi hópur vefur sína eigin vindlinga. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem framkvæmd var við Harvard-háskóla. Kveikjan að þessu breytta neyslumynstri er auðfundin en þar fer síhækkandi verð á vindlingum. Að sögn Greg Connolly, sem leiðir rannsóknina, er þessi breyting þrándur í götu þeirrar baráttu gegn reykingum sem varð til þess að vindlinganotkun hefur dregist saman um 18% síðan árið 2000. Þetta skýrir hann með því að skattlagning er hóflegri á neftóbak en vindlinga auk þess sem notkun þess er á fæstum stöðum bönnuð innandyra eins og reykingar eru nú víða. Telur Connolly þessar staðreyndir tala sínu máli um nauðsyn þess að leggja sama skatt á allar tóbaksafurðir. Í rannsókn Harvard-manna kemur fram að Bandaríkjamenn hafi keypt 21,1 milljarð vindlingapakka árið 2000 sem hafi svo dregist saman í 17,4 milljarða árið 2007. Á sama tímabili hafi notkun hinna hagkvæmari afurða sem hér eru nefndar aukist svo að það nemur 1,1 milljarði vindlingapakka „Það lítur því út fyrir að þriðjungur samdráttarins í vindlingareykingum hafi orðið að engu við notkun annarra afurða tóbaks," sagði Connolly. „Hvort sem það er vegna verðlagningar á vindlingum eða þess að neytendur telja hinar leiðirnar heilsusamlegri lítur út fyrir að notkunin sé að færast frá vindlingum yfir í hinar afurðirnar. Það er ekki útilokað að við höfum ofmetið þau áhrif sem allar herferðirnar hafa haft á heildartóbaksneysluna í landinu." Vísindi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Bandaríkjamenn svala tóbaksþörf sinni nú í æ ríkari mæli með neftóbaki og smávindlum auk þess sem sístækkandi hópur vefur sína eigin vindlinga. Þetta er niðurstaða rannsóknar sem framkvæmd var við Harvard-háskóla. Kveikjan að þessu breytta neyslumynstri er auðfundin en þar fer síhækkandi verð á vindlingum. Að sögn Greg Connolly, sem leiðir rannsóknina, er þessi breyting þrándur í götu þeirrar baráttu gegn reykingum sem varð til þess að vindlinganotkun hefur dregist saman um 18% síðan árið 2000. Þetta skýrir hann með því að skattlagning er hóflegri á neftóbak en vindlinga auk þess sem notkun þess er á fæstum stöðum bönnuð innandyra eins og reykingar eru nú víða. Telur Connolly þessar staðreyndir tala sínu máli um nauðsyn þess að leggja sama skatt á allar tóbaksafurðir. Í rannsókn Harvard-manna kemur fram að Bandaríkjamenn hafi keypt 21,1 milljarð vindlingapakka árið 2000 sem hafi svo dregist saman í 17,4 milljarða árið 2007. Á sama tímabili hafi notkun hinna hagkvæmari afurða sem hér eru nefndar aukist svo að það nemur 1,1 milljarði vindlingapakka „Það lítur því út fyrir að þriðjungur samdráttarins í vindlingareykingum hafi orðið að engu við notkun annarra afurða tóbaks," sagði Connolly. „Hvort sem það er vegna verðlagningar á vindlingum eða þess að neytendur telja hinar leiðirnar heilsusamlegri lítur út fyrir að notkunin sé að færast frá vindlingum yfir í hinar afurðirnar. Það er ekki útilokað að við höfum ofmetið þau áhrif sem allar herferðirnar hafa haft á heildartóbaksneysluna í landinu."
Vísindi Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira