Ótrúlegt afrek Björn Ingi Hrafnsson skrifar 25. ágúst 2008 07:00 Íslensku landsliðsmennirnir í handknattleik hafa ritað nöfn sín stórum stöfum í íslenska samtímasögu með frækilegri framgöngu á Ólympíuleikunum sem lauk í Peking í gær. Við töpuðum ekki gullverðlaunum í úrslitaleiknum gegn Frökkum, heldur unnum silfurverðlaun og það er nokkuð sem engum íslenskum íþróttamanni hefur lánast að gera síðan 1956. Fjórtán glæsilegir fulltrúar þjóðarinnar snúa fyrir vikið heim á miðvikudag með slíkan silfurpening um hálsinn ásamt þjálfara sínum og öðrum úr liðsstjórninni og mega réttilega eiga von á höfðinglegum móttökum íslensku þjóðarinnar. Framganga íslenska landsliðsins á þessum Ólympíuleikum hefur vakið mikla athygli. Í raun hefur hún vakið heimsathygli. Ekki vegna þess að handbolti sé svo vinsæl íþrótt um víða veröld, heldur vegna þess að hún sýnir sigur mannsandans í hnotskurn og færir okkur enn og aftur heim sanninn um það að allt er hægt í íþróttum og ekkert er gefið fyrirfram. Þetta er nútímaútgáfan af dæmisögunni um Davíð og Golíat; nokkuð sem allir hlutlausir gleðjast yfir á tímum þegar efnahagslegur styrkur skiptir sífellt meira máli. Eðlilegt er að sú spurning vakni, hvernig svo fámenn þjóð geti teflt fram hópi manna sem kemst í úrslit í flokkaíþrótt á Ólympíuleikum og slær á þeirri leið út lið frá mörgum af fjölmennustu þjóðum Evrópu? Íslensku leikmennirnir og þjálfarar þeirra hafa svör við þeirri spurningu: Það eru sjö menn frá hvoru landi inni á vellinum í einu og þess vegna er keppt á jafnréttisgrundvelli. Þess vegna á Ísland möguleika á sigri í hverjum leik. Þess vegna hefur þessi ótrúlegi árangur náðst. Þessi árangur er þeim mun athyglisverðari þegar haft er í huga, að stutt er síðan enginn vildi taka að sér þjálfun íslenska landsliðsins. Eftir brotthvarf Alfreðs Gíslasonar var leitað til nokkurra nafnkunnra handboltamanna, en enginn sá sér fært að svara kallinu. Úr varð að Guðmundur Guðmundsson tók aftur við þjálfun liðsins og eftirleikinn þekkja allir: ævintýri sem seint líður úr minni og afrek sem íslenska þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld fyrir. Fyrir Ólympíuleikana í Peking var nokkuð deilt um það hvort forseti Íslands ætti að sækja leikana þar sem mannréttindi væru fótum troðin þar í landi. Töldu ýmsir spekingar að réttast væri að mótmæla því með því að forsetinn sæti heima. Forsetinn tók afstöðu með íslenska íþróttafólkinu, sem æðsti verndari íþróttahreyfingarinnar á Íslandi og það reyndist góð ákvörðun. Jákvæð framkoma forsetahjónanna og stuðningur þeirra við íslensku afreksmennina hefur vakið heimsathygli og endurómað þá samstöðu þjóðarinnar sem hefur orðið til í kringum handboltalandsliðið síðustu daga. Ísland mátti vel við slíku, mitt í öllu krepputalinu og lítið hefur heyrst í fyrrnefndum spekingum síðustu daga. „Guð blessi móðurina sem þig ól," sagði þulur Ríkisútvarpsins í beinni útsendingu er hann var að lýsa stórkostlegri frammistöðu landsliðsfyrirliðans Ólafs Stefánssonar í leiknum gegn Spánverjum í undanúrslitunum. Allar fjölskyldur íslensku handboltamannanna mega svo sannarlega vera stoltar af sínum mönnum eftir þennan frábæra árangur, sem undirstrikar svo rækilega stöðu handboltans sem þjóðaríþróttar. Fréttablaðið óskar handboltalandsliðinu og íslensku þjóðinni til hamingju með þetta ótrúlega afrek. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun
Íslensku landsliðsmennirnir í handknattleik hafa ritað nöfn sín stórum stöfum í íslenska samtímasögu með frækilegri framgöngu á Ólympíuleikunum sem lauk í Peking í gær. Við töpuðum ekki gullverðlaunum í úrslitaleiknum gegn Frökkum, heldur unnum silfurverðlaun og það er nokkuð sem engum íslenskum íþróttamanni hefur lánast að gera síðan 1956. Fjórtán glæsilegir fulltrúar þjóðarinnar snúa fyrir vikið heim á miðvikudag með slíkan silfurpening um hálsinn ásamt þjálfara sínum og öðrum úr liðsstjórninni og mega réttilega eiga von á höfðinglegum móttökum íslensku þjóðarinnar. Framganga íslenska landsliðsins á þessum Ólympíuleikum hefur vakið mikla athygli. Í raun hefur hún vakið heimsathygli. Ekki vegna þess að handbolti sé svo vinsæl íþrótt um víða veröld, heldur vegna þess að hún sýnir sigur mannsandans í hnotskurn og færir okkur enn og aftur heim sanninn um það að allt er hægt í íþróttum og ekkert er gefið fyrirfram. Þetta er nútímaútgáfan af dæmisögunni um Davíð og Golíat; nokkuð sem allir hlutlausir gleðjast yfir á tímum þegar efnahagslegur styrkur skiptir sífellt meira máli. Eðlilegt er að sú spurning vakni, hvernig svo fámenn þjóð geti teflt fram hópi manna sem kemst í úrslit í flokkaíþrótt á Ólympíuleikum og slær á þeirri leið út lið frá mörgum af fjölmennustu þjóðum Evrópu? Íslensku leikmennirnir og þjálfarar þeirra hafa svör við þeirri spurningu: Það eru sjö menn frá hvoru landi inni á vellinum í einu og þess vegna er keppt á jafnréttisgrundvelli. Þess vegna á Ísland möguleika á sigri í hverjum leik. Þess vegna hefur þessi ótrúlegi árangur náðst. Þessi árangur er þeim mun athyglisverðari þegar haft er í huga, að stutt er síðan enginn vildi taka að sér þjálfun íslenska landsliðsins. Eftir brotthvarf Alfreðs Gíslasonar var leitað til nokkurra nafnkunnra handboltamanna, en enginn sá sér fært að svara kallinu. Úr varð að Guðmundur Guðmundsson tók aftur við þjálfun liðsins og eftirleikinn þekkja allir: ævintýri sem seint líður úr minni og afrek sem íslenska þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld fyrir. Fyrir Ólympíuleikana í Peking var nokkuð deilt um það hvort forseti Íslands ætti að sækja leikana þar sem mannréttindi væru fótum troðin þar í landi. Töldu ýmsir spekingar að réttast væri að mótmæla því með því að forsetinn sæti heima. Forsetinn tók afstöðu með íslenska íþróttafólkinu, sem æðsti verndari íþróttahreyfingarinnar á Íslandi og það reyndist góð ákvörðun. Jákvæð framkoma forsetahjónanna og stuðningur þeirra við íslensku afreksmennina hefur vakið heimsathygli og endurómað þá samstöðu þjóðarinnar sem hefur orðið til í kringum handboltalandsliðið síðustu daga. Ísland mátti vel við slíku, mitt í öllu krepputalinu og lítið hefur heyrst í fyrrnefndum spekingum síðustu daga. „Guð blessi móðurina sem þig ól," sagði þulur Ríkisútvarpsins í beinni útsendingu er hann var að lýsa stórkostlegri frammistöðu landsliðsfyrirliðans Ólafs Stefánssonar í leiknum gegn Spánverjum í undanúrslitunum. Allar fjölskyldur íslensku handboltamannanna mega svo sannarlega vera stoltar af sínum mönnum eftir þennan frábæra árangur, sem undirstrikar svo rækilega stöðu handboltans sem þjóðaríþróttar. Fréttablaðið óskar handboltalandsliðinu og íslensku þjóðinni til hamingju með þetta ótrúlega afrek.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun