Erlent

Fað­erni stað­fest í Austur­ríki

Óli Tynes skrifar
Elísabet Fritzl ól föður sínum sjö börn í fangavistinni.
Elísabet Fritzl ól föður sínum sjö börn í fangavistinni.

DNA próf hafa sýnt framá að Josef Fritzl er faðir allra barnanna sem Elísabet dóttir hans ól í 24 ára fangavist sinni.

Franz Polzer, sem stýrir rannsókn austurrísku lögreglunnar segir að rannsóknirnar sýni að enginn vafi sé á þessu.

Elísabet ól föður sínum sjö börn, þar af eina tvíbura. Annar tvíburanna lést og Faðirinn hefur viðurkennt að hafa brennt lík hans í kyndiklefa fjölbýlishússins.

En Josef Fritzl er bæði faðir og afi þeirra sex barna sem eftir lifa. Þau eru á aldrinum fimm til átján ára.

Elísabet er nú 42 ára gömul. Þegar hún loks slapp úr prísund sinni hafði hún ekki séð dagsbirtu í 25 ár.

Hár hennar er hvítt og húðin hvít eins og á albínóa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×