Skýrir valkostir Björn Ingi Hrafnsson skrifar 22. júní 2008 08:00 Bjartsýnin sem mörgum hefur þótt einkenna íslenska þjóðarsál með mismikilli innistæðu virðist heldur á undanhaldi þessa dagana. Systir hennar svartsýnin nemur þess í stað lönd með vaxandi þunga og hvarvetna þar sem tveir eða fleiri koma saman eru viðraðar áhyggjur af efnahagsástandinu, stöðu krónunnar, hruni á fasteignamarkaði eða öðru því sem snertir daglega afkomu okkar. Þetta er mikill viðsnúningur, sem hefur orðið á merkilega skömmum tíma. Verðbólgan leikur hér lausum hala, viðvarandi halli er á viðskiptum við útlönd og alþjóðleg lánsfjárkreppa kemur illa við skuldsetta þjóð. Viðskiptalífið hefur snöggkólnað og eigið fé margra er uppurið. Ýmsir sterkir aðilar hafa orðið fyrir þungum búsifjum og munu ekki allir standa að þeirri rimmu lokinni. Fjölmörg fyrirtæki sjá fram á sársaukafullar aðgerðir næstu daga og vikur og spáð er fjöldauppsögnum, jafnvel strax í næstu viku. Með auknu atvinnuleysi dregur enn frekar úr einkaneyslu og fleiri eiga í erfiðleikum með að standa í skilum með skuldbindingar sínar, að ekki sé talað um ósköpin sem hækkun á gengis- og vísitölubundnum lánum reynist mörgum þessa dagana. Einhverjum kann að finnast hér talað af óhóflegri svartsýni, en staðreyndin er þó sú að ástandið á áreiðanlega eftir að verða verra áður en það verður aftur betra. Því fyrr sem við áttum okkur á veruleika málsins, því betra. Útlitið er heldur ekki aldökkt þegar til lengdar er litið. Fjármálasérfræðingar meta stöðuna sem svo að senn hilli undir lok hinnar alþjóðlegu lánsfjárkreppu. Þessi breyting hefur orðið á aðeins örfáum vikum. Það er mat margra að þess verði ekki langt að bíða að erlent lánsfé verði aftur í boði til þeirra ríkja sem sjá fram á aukinn hagvöxt og eru best undir tækifærin búin. Þetta felur í sér mikil tækifæri fyrir okkur Íslendinga. Í raun má segja að breytingin marki vatnaskil, því við vorum satt best að segja heldur vanmáttug gagnvart alþjóðlegri þurrð á lánamörkuðum og kreppu vegna vanmetinna bandarískra undirmálslána. En nú getum við sjálf ráðið eigin örlögum. Efling gjaldeyrisforðans er í undirbúningi. Það er brýn aðgerð og má alls ekki dragast úr hófi. Önnur aðgerð lýtur að húsnæðismarkaði og þar hafa skref verið stigin, enda þótt bankamönnum sýnist sitthvað um aðferðirnar. Þyngst vega þau rök forstjóra Kaupþings að með hávaxtastefnu og útgáfu ríkisbréfa á himinháum vöxtum sé verið að gera út á spákaupmenn sem veðji á vaxtamun og skjótfenginn gróða meðan atvinnulífinu blæði út. Þriðja leiðin er auðvitað að hraða nýtingu orkuauðlinda sem mest og taka fagnandi þeirri erlendu fjárfestingu sem okkur býðst um þessar mundir. Í miðri alþjóðlegri olíukreppu er auðvitað sérstök gæfa íslenskrar þjóðar að búa yfir jafn dýrmætum og öflugum orkuauðlindum og raun ber vitni. Miðað við fyrirsjáanlegar forsendur er auðvitað allsendis fráleitt annað en að nýta skynsamlegan hluta þeirra þjóðinni og þjóðarbúinu til framdráttar. Gerum við það ekki erum við um leið að taka hreina og beina ákvörðun um verri lífskjör og aukin efnahagsleg vandamál á næstu árum. Svo einfalt er það. Í gjörbreyttu og alþjóðlegu efnahagsumhverfi hefur „gamaldags" framleiðsla og verðmætasköpun aftur öðlast verðugan sess og það eigum við að nýta okkur, rétt eins og hver önnur upplýst þjóð myndi gera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Bjartsýnin sem mörgum hefur þótt einkenna íslenska þjóðarsál með mismikilli innistæðu virðist heldur á undanhaldi þessa dagana. Systir hennar svartsýnin nemur þess í stað lönd með vaxandi þunga og hvarvetna þar sem tveir eða fleiri koma saman eru viðraðar áhyggjur af efnahagsástandinu, stöðu krónunnar, hruni á fasteignamarkaði eða öðru því sem snertir daglega afkomu okkar. Þetta er mikill viðsnúningur, sem hefur orðið á merkilega skömmum tíma. Verðbólgan leikur hér lausum hala, viðvarandi halli er á viðskiptum við útlönd og alþjóðleg lánsfjárkreppa kemur illa við skuldsetta þjóð. Viðskiptalífið hefur snöggkólnað og eigið fé margra er uppurið. Ýmsir sterkir aðilar hafa orðið fyrir þungum búsifjum og munu ekki allir standa að þeirri rimmu lokinni. Fjölmörg fyrirtæki sjá fram á sársaukafullar aðgerðir næstu daga og vikur og spáð er fjöldauppsögnum, jafnvel strax í næstu viku. Með auknu atvinnuleysi dregur enn frekar úr einkaneyslu og fleiri eiga í erfiðleikum með að standa í skilum með skuldbindingar sínar, að ekki sé talað um ósköpin sem hækkun á gengis- og vísitölubundnum lánum reynist mörgum þessa dagana. Einhverjum kann að finnast hér talað af óhóflegri svartsýni, en staðreyndin er þó sú að ástandið á áreiðanlega eftir að verða verra áður en það verður aftur betra. Því fyrr sem við áttum okkur á veruleika málsins, því betra. Útlitið er heldur ekki aldökkt þegar til lengdar er litið. Fjármálasérfræðingar meta stöðuna sem svo að senn hilli undir lok hinnar alþjóðlegu lánsfjárkreppu. Þessi breyting hefur orðið á aðeins örfáum vikum. Það er mat margra að þess verði ekki langt að bíða að erlent lánsfé verði aftur í boði til þeirra ríkja sem sjá fram á aukinn hagvöxt og eru best undir tækifærin búin. Þetta felur í sér mikil tækifæri fyrir okkur Íslendinga. Í raun má segja að breytingin marki vatnaskil, því við vorum satt best að segja heldur vanmáttug gagnvart alþjóðlegri þurrð á lánamörkuðum og kreppu vegna vanmetinna bandarískra undirmálslána. En nú getum við sjálf ráðið eigin örlögum. Efling gjaldeyrisforðans er í undirbúningi. Það er brýn aðgerð og má alls ekki dragast úr hófi. Önnur aðgerð lýtur að húsnæðismarkaði og þar hafa skref verið stigin, enda þótt bankamönnum sýnist sitthvað um aðferðirnar. Þyngst vega þau rök forstjóra Kaupþings að með hávaxtastefnu og útgáfu ríkisbréfa á himinháum vöxtum sé verið að gera út á spákaupmenn sem veðji á vaxtamun og skjótfenginn gróða meðan atvinnulífinu blæði út. Þriðja leiðin er auðvitað að hraða nýtingu orkuauðlinda sem mest og taka fagnandi þeirri erlendu fjárfestingu sem okkur býðst um þessar mundir. Í miðri alþjóðlegri olíukreppu er auðvitað sérstök gæfa íslenskrar þjóðar að búa yfir jafn dýrmætum og öflugum orkuauðlindum og raun ber vitni. Miðað við fyrirsjáanlegar forsendur er auðvitað allsendis fráleitt annað en að nýta skynsamlegan hluta þeirra þjóðinni og þjóðarbúinu til framdráttar. Gerum við það ekki erum við um leið að taka hreina og beina ákvörðun um verri lífskjör og aukin efnahagsleg vandamál á næstu árum. Svo einfalt er það. Í gjörbreyttu og alþjóðlegu efnahagsumhverfi hefur „gamaldags" framleiðsla og verðmætasköpun aftur öðlast verðugan sess og það eigum við að nýta okkur, rétt eins og hver önnur upplýst þjóð myndi gera.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun