Sjö marka sigur á Grikkjum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júní 2008 16:47 Íslenska landsliðið vann í dag góðan 7-0 sigur á móti máttlitlu liði Grikkja í síðasta heimaleik Íslands í undankeppni EM 2009. Sigurinn þýðir að Ísland dugir jafntefli gegn Frökkum ytra í lokaleik riðilsins í haust til að tryggja sér farseðilinn til Frakklands. Að öðrum kosti er liðið öruggt með sæti í umspilinu og væntanlega mun sigurinn í dag sjá til þess að það verði gegn veikari andstæðingi en ella. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði þrjú marka Íslands, Margrét Lára Viðarsdóttir tvö, Katrín Magnúsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir eitt hver. Leiknum var lýst beint hér á Vísi. 18.18 Ísland - Grikkland 7-0 Leiknum er lokið með glæsilegum stórsigri íslenska liðsins, 7-0. 18.09 Ísland - Grikkland 7-0 Margrét Lára kemst nálægt því að skora sitt 43. mark í sínum 43. landsleik. Dóra María átti fyrirgjöfina frá hægri og Margrét Lára skaut í stöng af stuttu færi. Hún hefur enn fimm mínútur og uppbótartíma til að klára þrennuna. 18.00 Ísland - Grikkland 7-0 Sara Björk Gunnarsdóttir fer af velli og Greta Mjöll Samúelsdóttir kemur inn í hennar stað. Sara Björk skoraði fyrsta mark leiksins og átti afar góðan leik hér í dag. Hólmfríður Magnúsdóttir í baráttunni.Mynd/Vilhelm 17.58 Ísland - Grikkland 7-0 Áhorfendafjöldi í dag er 5323 manns sem er glæsileg aðsókn. Sú næstmesta í sögu A-landsliðs kvenna. Þess fyrir utan heldur Ísland áfram að sækja nánast linnulaust. 17.53 Ísland - Grikkland 7-0 Margrét Lára með sjöunda markið í dag. Hún fékk boltann á vítateigslínunni, spændi í sig grísku vörnina og skilaði boltanum í markið. Það er ekkert lát á þessu og þegar þetta er skrifað er strax komin önnur stórsókn hjá íslenska landsliðinu. 17.51 Ísland - Grikkland 6-0 Ísland heldur áfram að raða inn mörkunum. Erla Steina á sendingu inn á teig, Dóra María tekur boltann niður og leggur hann beint fyrir fætur Katrínar Ómarsdóttur sem þrumar knettinum neðst í fjærhornið. 17.43 Ísland - Grikkland 5-0 Edda Garðarsdóttir kemur af velli og í hennar stað kemur Erla Steina Arnardóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð. 17.41 Ísland - Grikkland 5-0 Og fimmta markið komið. Ásta Árnadóttir á fyrirgjöfina frá hægri og grískur leikmaður ætlar að hreinsa frá en skýtur hátt upp í loftið. Boltinn skoppar fyrir framan markið og Hólmfríður skallar í markið af stuttu færi á meðan að markvörður Grikklands stendur frosinn á línunni. Þrennan komin hjá Hólmfríði. Dóra María Lárusdóttir skýtur hér að marki.Mynd/Vilhelm 17.38 Ísland - Grikkland 4-0 Fjórða íslenska markið komið eftir að síðari hálfleikur fór nokkuð rólega af stað. Dóra María átti háa fyrirgjöf frá hægri og Hólmfríður Magnúsdóttir var mætt á fjærstöng og skallaði fram hjá gríska markverðinum. Afar snoturt mark. 17.30 Ísland - Grikkland 4-0 Síðari hálfleikur er hafinn og áhorfendur í góðu stuði eftir hálfleiksskemmtun þeirra Gunna Óla og Sjonna Brink. 17.15 Ísland - Grikkland 3-0 Kominn hálfleikur hér í Laugardalnum. Ísland hefur haft mikla yfirburði í leiknum en leikurinn róaðist talsvert síðasta stundarfjórðunginn eftir nánast linnulausar sóknarlotur íslenska liðsins fyrsta hálftímann. 17.04 Ísland - Grikkland 3-0 Grikkir gera skiptingu á liði sínu en annar miðvarða liðsins fer af velli, væntanlega meidd. Margrét Lára hefur farið ansi illa með hana til þessa. En það skal tekið fram einnig að Þóra B. Helgadóttir hefur nánast ekkert að gera í markinu og getur örugglega unnið í taninu í dag. Hún hefur fengið á sig tvö skot að marki til þessa. Áhorfendur á Laugardalsvelli í dag.Mynd/Vilhelm 16.57 Ísland - Grikkland 3-0 Margrét Lára skorar þriðja mark Íslands. Hún fékk boltann frá Dóru Maríu, sneri á einn varnarmann og skoraði með laglegu skoti í fjærhornið. Glæsilega gert hjá Margréti Láru sem hefur nú skorað 41 mark í 43 landsleikjum. Hún hefur þar að auki lagt upp hin mörkin tvö í leiknum. 16.52 Ísland - Grikkland 2-0 Margrét Lára á skot í stöng eftir fyrirgjöf Ólínu frá vinstri. Ísland hefur átt ellefu skot að marki á fyrstu 25 mínútum leiksins. 16.43 Ísland - Grikkland 2-0 Dóra María Lárusdóttir og Dóra Stefánsdóttir eiga bæði hættulegar tilraunir að marki með skömmu millibili.16.41 Ísland - Grikkland 2-0 Aftur lagði Margrét Lára upp mark. Hún kom upp frá hægri kantinum, hristi af sér varnarmann eins og ekkert væri og lagði boltann út á Hólmfríði sem þurfti ekkert að gera nema pota honum inn. Glæsilegt hjá Margréti Láru. 16.32 Ísland - Grikkland 1-0 Sara Björk Gunnarsdóttir kemur Íslandi á bragðið eftir laglegan undirbúning Margrétar Láru Viðarsdóttur. 16.28 Ísland - Grikkland 0-0 Leikurinn er hafinn nokkrum mínútum á undan áætlun. Íslenski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira
Íslenska landsliðið vann í dag góðan 7-0 sigur á móti máttlitlu liði Grikkja í síðasta heimaleik Íslands í undankeppni EM 2009. Sigurinn þýðir að Ísland dugir jafntefli gegn Frökkum ytra í lokaleik riðilsins í haust til að tryggja sér farseðilinn til Frakklands. Að öðrum kosti er liðið öruggt með sæti í umspilinu og væntanlega mun sigurinn í dag sjá til þess að það verði gegn veikari andstæðingi en ella. Hólmfríður Magnúsdóttir skoraði þrjú marka Íslands, Margrét Lára Viðarsdóttir tvö, Katrín Magnúsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir eitt hver. Leiknum var lýst beint hér á Vísi. 18.18 Ísland - Grikkland 7-0 Leiknum er lokið með glæsilegum stórsigri íslenska liðsins, 7-0. 18.09 Ísland - Grikkland 7-0 Margrét Lára kemst nálægt því að skora sitt 43. mark í sínum 43. landsleik. Dóra María átti fyrirgjöfina frá hægri og Margrét Lára skaut í stöng af stuttu færi. Hún hefur enn fimm mínútur og uppbótartíma til að klára þrennuna. 18.00 Ísland - Grikkland 7-0 Sara Björk Gunnarsdóttir fer af velli og Greta Mjöll Samúelsdóttir kemur inn í hennar stað. Sara Björk skoraði fyrsta mark leiksins og átti afar góðan leik hér í dag. Hólmfríður Magnúsdóttir í baráttunni.Mynd/Vilhelm 17.58 Ísland - Grikkland 7-0 Áhorfendafjöldi í dag er 5323 manns sem er glæsileg aðsókn. Sú næstmesta í sögu A-landsliðs kvenna. Þess fyrir utan heldur Ísland áfram að sækja nánast linnulaust. 17.53 Ísland - Grikkland 7-0 Margrét Lára með sjöunda markið í dag. Hún fékk boltann á vítateigslínunni, spændi í sig grísku vörnina og skilaði boltanum í markið. Það er ekkert lát á þessu og þegar þetta er skrifað er strax komin önnur stórsókn hjá íslenska landsliðinu. 17.51 Ísland - Grikkland 6-0 Ísland heldur áfram að raða inn mörkunum. Erla Steina á sendingu inn á teig, Dóra María tekur boltann niður og leggur hann beint fyrir fætur Katrínar Ómarsdóttur sem þrumar knettinum neðst í fjærhornið. 17.43 Ísland - Grikkland 5-0 Edda Garðarsdóttir kemur af velli og í hennar stað kemur Erla Steina Arnardóttir, leikmaður Kristianstad í Svíþjóð. 17.41 Ísland - Grikkland 5-0 Og fimmta markið komið. Ásta Árnadóttir á fyrirgjöfina frá hægri og grískur leikmaður ætlar að hreinsa frá en skýtur hátt upp í loftið. Boltinn skoppar fyrir framan markið og Hólmfríður skallar í markið af stuttu færi á meðan að markvörður Grikklands stendur frosinn á línunni. Þrennan komin hjá Hólmfríði. Dóra María Lárusdóttir skýtur hér að marki.Mynd/Vilhelm 17.38 Ísland - Grikkland 4-0 Fjórða íslenska markið komið eftir að síðari hálfleikur fór nokkuð rólega af stað. Dóra María átti háa fyrirgjöf frá hægri og Hólmfríður Magnúsdóttir var mætt á fjærstöng og skallaði fram hjá gríska markverðinum. Afar snoturt mark. 17.30 Ísland - Grikkland 4-0 Síðari hálfleikur er hafinn og áhorfendur í góðu stuði eftir hálfleiksskemmtun þeirra Gunna Óla og Sjonna Brink. 17.15 Ísland - Grikkland 3-0 Kominn hálfleikur hér í Laugardalnum. Ísland hefur haft mikla yfirburði í leiknum en leikurinn róaðist talsvert síðasta stundarfjórðunginn eftir nánast linnulausar sóknarlotur íslenska liðsins fyrsta hálftímann. 17.04 Ísland - Grikkland 3-0 Grikkir gera skiptingu á liði sínu en annar miðvarða liðsins fer af velli, væntanlega meidd. Margrét Lára hefur farið ansi illa með hana til þessa. En það skal tekið fram einnig að Þóra B. Helgadóttir hefur nánast ekkert að gera í markinu og getur örugglega unnið í taninu í dag. Hún hefur fengið á sig tvö skot að marki til þessa. Áhorfendur á Laugardalsvelli í dag.Mynd/Vilhelm 16.57 Ísland - Grikkland 3-0 Margrét Lára skorar þriðja mark Íslands. Hún fékk boltann frá Dóru Maríu, sneri á einn varnarmann og skoraði með laglegu skoti í fjærhornið. Glæsilega gert hjá Margréti Láru sem hefur nú skorað 41 mark í 43 landsleikjum. Hún hefur þar að auki lagt upp hin mörkin tvö í leiknum. 16.52 Ísland - Grikkland 2-0 Margrét Lára á skot í stöng eftir fyrirgjöf Ólínu frá vinstri. Ísland hefur átt ellefu skot að marki á fyrstu 25 mínútum leiksins. 16.43 Ísland - Grikkland 2-0 Dóra María Lárusdóttir og Dóra Stefánsdóttir eiga bæði hættulegar tilraunir að marki með skömmu millibili.16.41 Ísland - Grikkland 2-0 Aftur lagði Margrét Lára upp mark. Hún kom upp frá hægri kantinum, hristi af sér varnarmann eins og ekkert væri og lagði boltann út á Hólmfríði sem þurfti ekkert að gera nema pota honum inn. Glæsilegt hjá Margréti Láru. 16.32 Ísland - Grikkland 1-0 Sara Björk Gunnarsdóttir kemur Íslandi á bragðið eftir laglegan undirbúning Margrétar Láru Viðarsdóttur. 16.28 Ísland - Grikkland 0-0 Leikurinn er hafinn nokkrum mínútum á undan áætlun.
Íslenski boltinn Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjá meira