Erlent

Gangsetja vélmennisarm geimfarins á Mars

Vísindamenn bandarísku Geimferðastofnunarinnar, NASA, eru nú að gangsetja vélmenisarm geimfarins Phoenix á Mars. Verk þetta hefur tafist um einn dag sökum vandræða í fjarskiptum við geimfarið.

Vélmennisarminum er ætlað að grafa niður í jarðveginn í kringum geimfarið til að finna út hvort þar sé ís. Talið er að ís sé á um 30 sm dýpi undir jarðveginum. Og ef ís finnst er möguleiki til staðar að einhvern tímann hafi verið frumstætt líf á Mars.

Vélmennisarmurinn er með fjögur liðamót á sér þannig að hann getur hreyfst til beggja hliða og upp og niður. Síðan eru liðamót fremst á honum þannig að hann getur grafið upp jarðveginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×