Mugison fer í Icesave-tónleikaferð 2. desember 2008 05:00 Tónlistarmaðurinn Mugison er á leiðinni í Icesave-tónleikaferð um Evrópu. „Við ætlum að kalla þetta Icesave-túrinn," segir Mugison sem er á leið í tónleikaferð um Bretland, Danmörku, Þýskaland og Hollandi, allt lönd sem hafa orðið illa úti vegna Icesave-reikninganna alræmdu. Hann segist ekki vera smeykur við að troða upp í þessum löndum þrátt fyrir að fjölmargir hafi misst gríðarlegar fjárhæðir þar vegna falls bankanna. „Við vorum í Bretlandi um daginn og þar voru allir helvíti ljúfir. En þegar við vorum í Belgíu var ein alveg brjáluð. Við spiluðum í 55 mínútur og ég var ekki í stuði fyrir uppklapp," segir hann. „Hún var alveg brjáluð og sagðist hafa borgað tólf evrur inn og þjóðin hafi hirt af henni enn þá meiri peninga. Hún heimtaði klukkutíma gigg." Mugison brá á það ráð að draga hana afsíðis og spila fyrir hana tvö lög. „Hún var mjög sátt við það og heimtaði ekki að fá endurgreitt. Vinkonan hennar tók það meira að segja upp á Youtube," segir hann. Mugison fór í viðtal hjá danska blaðinu Politiken í fyrradag þar sem gengið var hart að honum. „Ég var í hálfvitadálki þar sem þeir spyrja leiðinlegra spurninga. Þeir spurðu hvernig mér litist á að fólk ætlaði að mæta á tónleikana mína með tómata og egg. Ég sagði því endilega að gera það en það mætti ekki henda þeim í mig heldur láta mig fá þá svo ég gæti selt þá í Bónus." Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Við ætlum að kalla þetta Icesave-túrinn," segir Mugison sem er á leið í tónleikaferð um Bretland, Danmörku, Þýskaland og Hollandi, allt lönd sem hafa orðið illa úti vegna Icesave-reikninganna alræmdu. Hann segist ekki vera smeykur við að troða upp í þessum löndum þrátt fyrir að fjölmargir hafi misst gríðarlegar fjárhæðir þar vegna falls bankanna. „Við vorum í Bretlandi um daginn og þar voru allir helvíti ljúfir. En þegar við vorum í Belgíu var ein alveg brjáluð. Við spiluðum í 55 mínútur og ég var ekki í stuði fyrir uppklapp," segir hann. „Hún var alveg brjáluð og sagðist hafa borgað tólf evrur inn og þjóðin hafi hirt af henni enn þá meiri peninga. Hún heimtaði klukkutíma gigg." Mugison brá á það ráð að draga hana afsíðis og spila fyrir hana tvö lög. „Hún var mjög sátt við það og heimtaði ekki að fá endurgreitt. Vinkonan hennar tók það meira að segja upp á Youtube," segir hann. Mugison fór í viðtal hjá danska blaðinu Politiken í fyrradag þar sem gengið var hart að honum. „Ég var í hálfvitadálki þar sem þeir spyrja leiðinlegra spurninga. Þeir spurðu hvernig mér litist á að fólk ætlaði að mæta á tónleikana mína með tómata og egg. Ég sagði því endilega að gera það en það mætti ekki henda þeim í mig heldur láta mig fá þá svo ég gæti selt þá í Bónus."
Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“