Flugfreyjur syngja jólalög 3. desember 2008 03:00 Hefur slegið í gegn að undanförnu með Stuðmönnum en nú eru það jólalögin. Flugfreyjukórinn treður upp í Fríkirkjunni í kvöld. Dömurnar skarta nýjum búningum við þetta tækifæri. „Nú eru þær komnar í nýja búninga. Voða krulludæmi framan á eins og Rúni Júll var með þegar hann var upp á sitt besta," segir Magnús Kjartansson tónlistarmaður. „Svo er ég þarna grimmúðlegur á myndinni. Með svarta hanska eins og ég sé með gervihönd." Flugfreyjukórinn mun troða upp á aðventukvöldi Flugfreyjufélags Íslands í kvöld í Fríkirkjunni. Magnús lofar sem stjórnandi vönduðu jólaprógrammi þessa sérstæða og flotta kórs sem nú er að verða fimm ára. „Kórinn er orðinn skratti góður þótt ég segi sjálfur frá. Alveg frábærar stelpur," segir Magnús en í Flugfreyjukórnum eru rúmlega tuttugu meðlimir. Kórinn hefur vakið nokkra athygli að undanförnu en hann hefur troðið upp með Stuðmönnum bæði á Gróttuhátíðinni í haust sem og á stórtónleikum í Laugardalshöll nýverið. „Já, slegið í gegn. Honum Jakobi Frímanni fannst í það minnsta mikið til koma. Veit ekki hvort það er vegna þess að hann er með einhvern „búningafetis" - ég held þó ekki. Hann var voðalega hrifinn." Magnús upplýsir að Jón Rafnsson og Gunnlaugur Briem ætli að spila með kórnum auk Ólafi Finnssyni flugmanni sem ætlar að spila á hljómborð og orgelið. „Svo verður þarna hugvekja sem Atli Thoroddsen flugmaður mun flytja en faðir hans er sá frægi listflugmaður, Björn Thoroddsen." Aðventukvöld Flugfreyjufélagsins hófust fyrir nokkrum árum en þá hafði verið höggvið stórt skarð í raðir flugfólks - það orðið fyrir skakkaföllum af ýmsum orsökum. „Þetta byrjaði sem kyrrðarstund en hefur þróast upp í þessi aðventukvöld þar sem flugfólk kemur saman. En allir eru velkomnir. Allir þeir sem vilja heyra flotta jólatónlist," segir Magnús. Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Flugfreyjukórinn treður upp í Fríkirkjunni í kvöld. Dömurnar skarta nýjum búningum við þetta tækifæri. „Nú eru þær komnar í nýja búninga. Voða krulludæmi framan á eins og Rúni Júll var með þegar hann var upp á sitt besta," segir Magnús Kjartansson tónlistarmaður. „Svo er ég þarna grimmúðlegur á myndinni. Með svarta hanska eins og ég sé með gervihönd." Flugfreyjukórinn mun troða upp á aðventukvöldi Flugfreyjufélags Íslands í kvöld í Fríkirkjunni. Magnús lofar sem stjórnandi vönduðu jólaprógrammi þessa sérstæða og flotta kórs sem nú er að verða fimm ára. „Kórinn er orðinn skratti góður þótt ég segi sjálfur frá. Alveg frábærar stelpur," segir Magnús en í Flugfreyjukórnum eru rúmlega tuttugu meðlimir. Kórinn hefur vakið nokkra athygli að undanförnu en hann hefur troðið upp með Stuðmönnum bæði á Gróttuhátíðinni í haust sem og á stórtónleikum í Laugardalshöll nýverið. „Já, slegið í gegn. Honum Jakobi Frímanni fannst í það minnsta mikið til koma. Veit ekki hvort það er vegna þess að hann er með einhvern „búningafetis" - ég held þó ekki. Hann var voðalega hrifinn." Magnús upplýsir að Jón Rafnsson og Gunnlaugur Briem ætli að spila með kórnum auk Ólafi Finnssyni flugmanni sem ætlar að spila á hljómborð og orgelið. „Svo verður þarna hugvekja sem Atli Thoroddsen flugmaður mun flytja en faðir hans er sá frægi listflugmaður, Björn Thoroddsen." Aðventukvöld Flugfreyjufélagsins hófust fyrir nokkrum árum en þá hafði verið höggvið stórt skarð í raðir flugfólks - það orðið fyrir skakkaföllum af ýmsum orsökum. „Þetta byrjaði sem kyrrðarstund en hefur þróast upp í þessi aðventukvöld þar sem flugfólk kemur saman. En allir eru velkomnir. Allir þeir sem vilja heyra flotta jólatónlist," segir Magnús.
Mest lesið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“