Körfubolti

Durant nýliði ársins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kevin Durant, leikmaður Seattle.
Kevin Durant, leikmaður Seattle. Nordic Photos / Getty Images

Kevin Durant, leikmaður Seattle, var kjörinn nýliði ársins í NBA-deildinni í körfubolta. Al Horford hjá Atlanta varð í öðru sæti.

Durant var reyndar sofandi þegar hann fékk fréttirnar frá móður sinni og fór hann strax aftur að sofa.

„Þetta var langt tímabil," sagði Durant sem er ekki nema nítján ára gamall. Seattle gekk skelfilega á tímabilinu, vann einungis 20 af 82 leikjum sínum, og er nú allt útlit fyrir að félagið flytji til Oklahoma.

Durant skoraði 20,3 stig að meðaltali í leik fyrir Seattle sem er 7,7 stigum meira en aðrir nýliðar í deildinni. Hann var einnig eini nýliðinn sem var fremstur í fimm tölfræðiflokkum í sínum liði - stigum, vörðum skotum, stolnum boltum, fjölda vítastiga og vítanýtingu. Durant varði einnig flest skot, 75 talsins, af öllum bakvörðum í deildinni.

Durant fékk 545 stig í kjörinu, Horford 390 og næstur kom Luis Scola hjá Houston með 146 stig.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×