Fjölnir vildi ekki taka upp nafn Fram - viðræðum slitið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. október 2008 15:36 Úr leik Fram og Fjölnis í sumar. Í dag var gefin út fréttatilkynning frá vinnuhópi sem vann að sameiningu Fram og Fjölnis að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum um sameininguna. „Vinnuhópur á vegum Knattspyrnufélagsins Fram og Ungmennafélagsins Fjölnis hafa ákveðið að slíta viðræðum um samruna félaganna," segir í tilkynningunni. „Þetta gekk ekki saman, það er bara svo einfalt," sagði Kjartan Þór Ragnarsson, varaformaður Fram, í samtali við Vísi. „Það náðist ekki samkomulag um nafn sem var útgangspunktur í okkar að komu að þessu. Við vildum halda nafni Fram." „Upphaflega samþykktu þeir að notast við nafn Fram en vildu svo fá nýtt nafn á sameinað félag. Það er eitthvað sem ekki er hægt að selja Frömurum," sagði Kjartan. Hann sagði að ekki hefði náð saman um önnur atriði er varðaði sameininguna. „Það var sitt lítið af hverju. Við erum til að mynda með samning við Reykjavíkurborg en ekki Fjölnir. Það er ýmislegt er varðar samnýtingu aðstöðu og skipulag á því sem ekki tekur að ræða á meðan að Fjölnir er ekki með sín mál á hreinu gagnvart Reykjavíkurborg."Ef sameina á félög verður að taka upp nýtt nafnRagnar Þórir Guðgeirsson, formaður Fjölnis, segir ástæðuna fyrir viðræðuslitunum hins vegar þá að að Frammarar hafi ekki viljað skipta um nafn. „Það var mjög stíf krafa frá þeim að halda gamla góða nafninu," segir Ragnar.„Við ákváðum að opna á umræðuna mjög framarlega í ferlinu og fengum strax mjög sterk viðbrögð. Í kjölfarið funduðum við með okkar deildum og eitt af því sem kom mjög fljótt upp var nafn á félagið," segir Ragnar en Fjölnir rekur einhverja fjölmennustu knattspyrnudeild á landinu. Í Grafarvoginum höfðu menn því nokkrar áhyggjur af því að ekki væru næg verkefni fyrir alla iðkendur félagsins.Ragnar segist fyrst og fremst vera rekstrarmaður og vill að hlutirnir gangi upp. „Ég var ekkert viðkvæmur fyrir nöfnum en eins og menn vita þá jafnast stuðningur við íþróttafélög oft á við trúarbrögð."Ragnar bendir á að þrjár sameiningartilraunir hafi verið gerðar með Fjölni og sú reynsla sýni að ef sameina eigi félög verði að taka upp nýtt nafn.„Það töldu menn ekki valkost með 100 ára gamalt nafn í höndunum." Innlendar Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fram og Fjölnir skoða sameiningu Íþróttafélögin Fram og Fjölnir skoða þann möguleika að sameinast í eitt íþróttafélag. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vefsíðu Fram en tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan: 7. október 2008 18:13 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
Í dag var gefin út fréttatilkynning frá vinnuhópi sem vann að sameiningu Fram og Fjölnis að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum um sameininguna. „Vinnuhópur á vegum Knattspyrnufélagsins Fram og Ungmennafélagsins Fjölnis hafa ákveðið að slíta viðræðum um samruna félaganna," segir í tilkynningunni. „Þetta gekk ekki saman, það er bara svo einfalt," sagði Kjartan Þór Ragnarsson, varaformaður Fram, í samtali við Vísi. „Það náðist ekki samkomulag um nafn sem var útgangspunktur í okkar að komu að þessu. Við vildum halda nafni Fram." „Upphaflega samþykktu þeir að notast við nafn Fram en vildu svo fá nýtt nafn á sameinað félag. Það er eitthvað sem ekki er hægt að selja Frömurum," sagði Kjartan. Hann sagði að ekki hefði náð saman um önnur atriði er varðaði sameininguna. „Það var sitt lítið af hverju. Við erum til að mynda með samning við Reykjavíkurborg en ekki Fjölnir. Það er ýmislegt er varðar samnýtingu aðstöðu og skipulag á því sem ekki tekur að ræða á meðan að Fjölnir er ekki með sín mál á hreinu gagnvart Reykjavíkurborg."Ef sameina á félög verður að taka upp nýtt nafnRagnar Þórir Guðgeirsson, formaður Fjölnis, segir ástæðuna fyrir viðræðuslitunum hins vegar þá að að Frammarar hafi ekki viljað skipta um nafn. „Það var mjög stíf krafa frá þeim að halda gamla góða nafninu," segir Ragnar.„Við ákváðum að opna á umræðuna mjög framarlega í ferlinu og fengum strax mjög sterk viðbrögð. Í kjölfarið funduðum við með okkar deildum og eitt af því sem kom mjög fljótt upp var nafn á félagið," segir Ragnar en Fjölnir rekur einhverja fjölmennustu knattspyrnudeild á landinu. Í Grafarvoginum höfðu menn því nokkrar áhyggjur af því að ekki væru næg verkefni fyrir alla iðkendur félagsins.Ragnar segist fyrst og fremst vera rekstrarmaður og vill að hlutirnir gangi upp. „Ég var ekkert viðkvæmur fyrir nöfnum en eins og menn vita þá jafnast stuðningur við íþróttafélög oft á við trúarbrögð."Ragnar bendir á að þrjár sameiningartilraunir hafi verið gerðar með Fjölni og sú reynsla sýni að ef sameina eigi félög verði að taka upp nýtt nafn.„Það töldu menn ekki valkost með 100 ára gamalt nafn í höndunum."
Innlendar Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fram og Fjölnir skoða sameiningu Íþróttafélögin Fram og Fjölnir skoða þann möguleika að sameinast í eitt íþróttafélag. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vefsíðu Fram en tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan: 7. október 2008 18:13 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
Fram og Fjölnir skoða sameiningu Íþróttafélögin Fram og Fjölnir skoða þann möguleika að sameinast í eitt íþróttafélag. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu á vefsíðu Fram en tilkynninguna má lesa í heild sinni hér að neðan: 7. október 2008 18:13