Bankahólfið: Hvað gerir Magnús nú? 16. apríl 2008 00:01 Magnús Þorsteinsson Óhætt er að segja að minna fari fyrir athafnamanninum Magnúsi Þorsteinssyni í íslensku samfélagi en áður. Magnús var stjórnarformaður Avion Group sem átti að verða stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heimi, en það gekk ekki eftir og félaginu var skipt upp. Nú síðast var hann svo stjórnarformaður Eimskips en lét óvænt þar af störfum og hið sama gerist nú hjá Icelandic, sem glímir við mikinn rekstrarvanda. Því er spurt; Hvað gerir Magnús nú? Úr stjórn í framkvæmdastjórnBankarnir reyna þessa dagana að draga úr kostnaði og yfirbyggingu, meðal annars með fækkun starfsfólks. Enn kemur þó fyrir að tilkynnt er um nýráðningar og það gerðist á dögunum þegar Kristinn Þór Geirsson var ráðinn framkvæmdastjóri Fjármála- og rekstrarsviðs Glitnis. Hann tekur sem slíkur sæti í framkvæmdastjórn bankans.Athygli vekur að ekki eru nema fáeinar vikur síðan Kristinn Þór var kosinn í stjórn Glitnis á aðalfundi, en hann lætur nú af þeim störfum og tekur sæti í framkvæmdastjórninni í staðinn. Að undanförnu hefur Kristinn Þór verið stjórnarformaður og síðar forstjóri B&L, en áður hafði hann meðal annars verið framkvæmdastjóri Sunds ehf. og rekstrarsviðs Samskipa. Haukur Guðjónsson tekur sæti í stjórn Glitnis í stað Kristins Þórs.Aðalfundar beðiðEnn er beðið aðalfundar hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins og 24 stunda, en þar er fastlega búist við að skipt verði um stjórnarformann í ljósi þess að Björgólfur Guðmundsson hefur nú tryggt sér öll ítök í fyrirtækinu. Jafnvel er búist við að fundað verði í lok næstu viku. Sá sem líklegastur þykir sem nýr stjórnarformaður fyrirtækisins í stað Stefáns P. Eggertssonar er Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár og verðandi formaður Samtaka atvinnulífsins, en það mun þó ekki fullfrágengið. Almennt er gert ráð fyrir að eitt fyrsta verk Þórs verði að ráða Ólaf Þ. Stephensen sem ritstjóra Morgunblaðsins í stað Styrmis Gunnarssonar, en Ólafur hefur um skeið stýrt systurblaðinu. Hvort hann verður einn ritstjóri er hins vegar ekki ljóst, né hver tekur þá við stjórnartaumunum á 24 stundum. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Sjá meira
Óhætt er að segja að minna fari fyrir athafnamanninum Magnúsi Þorsteinssyni í íslensku samfélagi en áður. Magnús var stjórnarformaður Avion Group sem átti að verða stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í heimi, en það gekk ekki eftir og félaginu var skipt upp. Nú síðast var hann svo stjórnarformaður Eimskips en lét óvænt þar af störfum og hið sama gerist nú hjá Icelandic, sem glímir við mikinn rekstrarvanda. Því er spurt; Hvað gerir Magnús nú? Úr stjórn í framkvæmdastjórnBankarnir reyna þessa dagana að draga úr kostnaði og yfirbyggingu, meðal annars með fækkun starfsfólks. Enn kemur þó fyrir að tilkynnt er um nýráðningar og það gerðist á dögunum þegar Kristinn Þór Geirsson var ráðinn framkvæmdastjóri Fjármála- og rekstrarsviðs Glitnis. Hann tekur sem slíkur sæti í framkvæmdastjórn bankans.Athygli vekur að ekki eru nema fáeinar vikur síðan Kristinn Þór var kosinn í stjórn Glitnis á aðalfundi, en hann lætur nú af þeim störfum og tekur sæti í framkvæmdastjórninni í staðinn. Að undanförnu hefur Kristinn Þór verið stjórnarformaður og síðar forstjóri B&L, en áður hafði hann meðal annars verið framkvæmdastjóri Sunds ehf. og rekstrarsviðs Samskipa. Haukur Guðjónsson tekur sæti í stjórn Glitnis í stað Kristins Þórs.Aðalfundar beðiðEnn er beðið aðalfundar hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins og 24 stunda, en þar er fastlega búist við að skipt verði um stjórnarformann í ljósi þess að Björgólfur Guðmundsson hefur nú tryggt sér öll ítök í fyrirtækinu. Jafnvel er búist við að fundað verði í lok næstu viku. Sá sem líklegastur þykir sem nýr stjórnarformaður fyrirtækisins í stað Stefáns P. Eggertssonar er Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvár og verðandi formaður Samtaka atvinnulífsins, en það mun þó ekki fullfrágengið. Almennt er gert ráð fyrir að eitt fyrsta verk Þórs verði að ráða Ólaf Þ. Stephensen sem ritstjóra Morgunblaðsins í stað Styrmis Gunnarssonar, en Ólafur hefur um skeið stýrt systurblaðinu. Hvort hann verður einn ritstjóri er hins vegar ekki ljóst, né hver tekur þá við stjórnartaumunum á 24 stundum.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Sjá meira