Bílasóðarnir eiga að borga meira Jón Kaldal skrifar 5. júní 2008 08:00 Tillögur um stighækkandi skatt á bíla eftir því hvað þeir menga mikið eru afbragð. Nú þarf að koma þeim í gagnið eins hratt og mögulegt er. Samsetning íslenska bílaflotans er þjóðinni til skammar. Meðaltalslosun koltvísýrings á hvern skráðan bíl er langmest hér á landi af öllum þeim 30 löndum sem mynda Evrópska efnahagssvæðið. Þennan fróðleik er að finna í nýrri skýrslu starfshóps fjármálaráðherra, sem hafði það hlutverk að leggja fram heildarstefnumótun um skattlagningu ökutækja og eldsneytis. Á mannamáli þýðir þetta að íslenski bílaflotinn er einn sá mest mengandi í gjörvallri álfunni. Í skýrslunni kemur líka fram að þessi staða þýðir að nánast engin von er um að ná settum markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Á sama tíma og mengun frá bílaumferð hefur farið minnkandi víðast í Evrópu hefur þróunin verið í hina áttina hér. Ástæðan er augljós hverjum þeim sem er í umferðinni. Öxulþungi flotans hefur farið sívaxandi. Jeppum og stórum pallbílum hefur snarfjölgað og það eru ekki neyslugrönn farartæki. Innstæðan fyrir kvörtunum um hátt eldsneytisverð undanfarin ár er sem sagt ekki meiri en svo að risajeppi á borð við Toyota Landcruiser er jafnan með mest seldu bílum landsins. Nú síðast í janúar seldust til dæmis yfir 200 ný stykki af þeirri gerð á einu bretti. Þessi þróun er bein afleiðing af meðvitundarlítilli stefnu stjórnvalda í umhverfismálum um árabil. Lítið sem ekkert hefur verið gert til þess að stýra bílakaupum þjóðarinnar með það fyrir augum að draga úr mengun. Þvert á móti. Pallbílar í yfirstærð komu til dæmis eins og holskefla inn á markaðinn fyrir fáeinum árum vegna glufu í vörugjaldakerfinu. Nú gæti einhverjum dottið í hug að kalla það forsjárhyggju að leiða í lög skattlagningu sem umbunar þeim sem kaupa eyðslugrannan bíl en refsar hinum sem vilja aka um á meira mengandi bílum. Jafnvel að slíkir skattar væru skerðing á frelsi þeirra sem vilja eiga eyðslufreka bíla. Slíkar takmarkanir eru hins vegar fyllilega réttmætar því með þeim er verið að gæta hagsmuna þeirra sem kjósa að eiga ekki slíka mengunarvalda. Mengun er alvarleg skerðing á lífsgæðum. Þeir sem eru gripnir við að henda rusli á víðavangi eru sektaðir fyrir sóðaskapinn. Háir skattar á bílasóða eru af sama stofni. Þeir eru á vissan hátt eins og fyrirfram greiddar sektir fyrir virðingarleysi við andrúmslofti okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Tillögur um stighækkandi skatt á bíla eftir því hvað þeir menga mikið eru afbragð. Nú þarf að koma þeim í gagnið eins hratt og mögulegt er. Samsetning íslenska bílaflotans er þjóðinni til skammar. Meðaltalslosun koltvísýrings á hvern skráðan bíl er langmest hér á landi af öllum þeim 30 löndum sem mynda Evrópska efnahagssvæðið. Þennan fróðleik er að finna í nýrri skýrslu starfshóps fjármálaráðherra, sem hafði það hlutverk að leggja fram heildarstefnumótun um skattlagningu ökutækja og eldsneytis. Á mannamáli þýðir þetta að íslenski bílaflotinn er einn sá mest mengandi í gjörvallri álfunni. Í skýrslunni kemur líka fram að þessi staða þýðir að nánast engin von er um að ná settum markmiðum um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Á sama tíma og mengun frá bílaumferð hefur farið minnkandi víðast í Evrópu hefur þróunin verið í hina áttina hér. Ástæðan er augljós hverjum þeim sem er í umferðinni. Öxulþungi flotans hefur farið sívaxandi. Jeppum og stórum pallbílum hefur snarfjölgað og það eru ekki neyslugrönn farartæki. Innstæðan fyrir kvörtunum um hátt eldsneytisverð undanfarin ár er sem sagt ekki meiri en svo að risajeppi á borð við Toyota Landcruiser er jafnan með mest seldu bílum landsins. Nú síðast í janúar seldust til dæmis yfir 200 ný stykki af þeirri gerð á einu bretti. Þessi þróun er bein afleiðing af meðvitundarlítilli stefnu stjórnvalda í umhverfismálum um árabil. Lítið sem ekkert hefur verið gert til þess að stýra bílakaupum þjóðarinnar með það fyrir augum að draga úr mengun. Þvert á móti. Pallbílar í yfirstærð komu til dæmis eins og holskefla inn á markaðinn fyrir fáeinum árum vegna glufu í vörugjaldakerfinu. Nú gæti einhverjum dottið í hug að kalla það forsjárhyggju að leiða í lög skattlagningu sem umbunar þeim sem kaupa eyðslugrannan bíl en refsar hinum sem vilja aka um á meira mengandi bílum. Jafnvel að slíkir skattar væru skerðing á frelsi þeirra sem vilja eiga eyðslufreka bíla. Slíkar takmarkanir eru hins vegar fyllilega réttmætar því með þeim er verið að gæta hagsmuna þeirra sem kjósa að eiga ekki slíka mengunarvalda. Mengun er alvarleg skerðing á lífsgæðum. Þeir sem eru gripnir við að henda rusli á víðavangi eru sektaðir fyrir sóðaskapinn. Háir skattar á bílasóða eru af sama stofni. Þeir eru á vissan hátt eins og fyrirfram greiddar sektir fyrir virðingarleysi við andrúmslofti okkar allra.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun