Unnið er að því að auka hlutafé Árvakurs. Þetta staðfestir Einar Sigurðsson, forstjóri Árvakurs.
„Við erum að vinna að þessu núna en ég gef engar tölulegar upplýsingar að svo stöddu,“ segir hann, en kveður frekari fregna að vænta í lok vikunnar.
Heimildir Markaðarins herma að hlutafjáraukningin verði um eða yfir hálfan milljarð og að hún eigi að ganga fljótt fyrir sig. Aðalástæðan sé að mæta háum rekstrarkostnaði, en ekki lækka skuldir. - ghh