Breskir bankar eiga í erfiðleikum með endurfjármögnun 13. apríl 2008 18:45 Breskir bankar, ekki síður en íslenskir, eiga í erfiðleikum með að endurfjármagna sig. Torsótt er fyrir vikið að fá húsnæðislán í Bretlandi. Gordon Brown, forsætisráðherra, hefur boðað stjórnendur stærstu bankanna á neyðarfund eftir helgi. Helsta dagskrármálið á fundinum verður versnandi ástand á fasteignamarkaði í Bretlandi. Hús seljast ekki. Erfitt er að fá lán. Þeir sem ætla að kaupa fyrstu fasteign halda að sér höndum - bíða eftir að verðið lækki enn meira. Brown hvatti í dag breska banka til að lækka vexti sína í samræmi við vaxtalækkanir Bretlandsbanka síðasta árið og skila því þannig áfram til viðskiptavina sinna. Einnig hvatti hann breska banka - sem og banka annarra landa - til að taka sig saman greina ítarlega frá tapi sínu vegna undirmálslána á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum. Þannig verði betur hægt að greina umfang vandans - sér í lagi fyrir hvert land fyrir sig. Brown verður að mati sérfræðinga að spíta í lófana ætli hann ekki að láta lausafjárkreppuna draga sig og stjórn sína niður enn frekar í könnunum en orðið er. Persónulegar vinsældir forsætisráðherrans hafa minnkað hraðar er hjá nokkrum öðrum breskum forsætisráðherra frá því mælingarhófust á fjórða áratug síðustu aldar. Frá því í águst í fyrra hefur stuðningur við hann farið úr 48 stigum í mínus 37 stig samkvæmt sérstökum skala sem mælir mætur á forsætisráðherra. Flokkur leiðtogans fær líka slæma útreið í nýrri könnun breska blaðsins Sunday Times. Þar njóta Íhaldsmenn 44 prósenta fylgis en Verkamannaflokkur Browns 28 prósenta stuðnings. Frjálslyndir demókratar fá 17 prósent. Talið er að staðan á lána- og húsnæðismarkaði ráði mestu um fylgistapið hjá ráðherra sem talin var með föst tök á efnahagsmálum í tíu ár sem fjármálaráðherra. Nú hefur sú ímynd beðið hnekki og því metið mikilvægt að boða til fundarins með bankastjórunum í vikunni og byrjað að endurheimta traustið. Viðskipti Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Breskir bankar, ekki síður en íslenskir, eiga í erfiðleikum með að endurfjármagna sig. Torsótt er fyrir vikið að fá húsnæðislán í Bretlandi. Gordon Brown, forsætisráðherra, hefur boðað stjórnendur stærstu bankanna á neyðarfund eftir helgi. Helsta dagskrármálið á fundinum verður versnandi ástand á fasteignamarkaði í Bretlandi. Hús seljast ekki. Erfitt er að fá lán. Þeir sem ætla að kaupa fyrstu fasteign halda að sér höndum - bíða eftir að verðið lækki enn meira. Brown hvatti í dag breska banka til að lækka vexti sína í samræmi við vaxtalækkanir Bretlandsbanka síðasta árið og skila því þannig áfram til viðskiptavina sinna. Einnig hvatti hann breska banka - sem og banka annarra landa - til að taka sig saman greina ítarlega frá tapi sínu vegna undirmálslána á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum. Þannig verði betur hægt að greina umfang vandans - sér í lagi fyrir hvert land fyrir sig. Brown verður að mati sérfræðinga að spíta í lófana ætli hann ekki að láta lausafjárkreppuna draga sig og stjórn sína niður enn frekar í könnunum en orðið er. Persónulegar vinsældir forsætisráðherrans hafa minnkað hraðar er hjá nokkrum öðrum breskum forsætisráðherra frá því mælingarhófust á fjórða áratug síðustu aldar. Frá því í águst í fyrra hefur stuðningur við hann farið úr 48 stigum í mínus 37 stig samkvæmt sérstökum skala sem mælir mætur á forsætisráðherra. Flokkur leiðtogans fær líka slæma útreið í nýrri könnun breska blaðsins Sunday Times. Þar njóta Íhaldsmenn 44 prósenta fylgis en Verkamannaflokkur Browns 28 prósenta stuðnings. Frjálslyndir demókratar fá 17 prósent. Talið er að staðan á lána- og húsnæðismarkaði ráði mestu um fylgistapið hjá ráðherra sem talin var með föst tök á efnahagsmálum í tíu ár sem fjármálaráðherra. Nú hefur sú ímynd beðið hnekki og því metið mikilvægt að boða til fundarins með bankastjórunum í vikunni og byrjað að endurheimta traustið.
Viðskipti Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira