Glæparannsóknir sem mölur og ryð fá ei grandað Atli Steinn Guðmundsson skrifar 19. nóvember 2008 08:31 Smávinir fagrir, foldar skart. MYND/Wikimedia.org Nýjustu kenningar í skordýrafræðum gera fastlega ráð fyrir því að viss tegund mölflugna geti orðið lykillinn að glæparannsóknum í framtíðinni. Mölflugur gera gott betur en að nærast á fatalörfum, þær hika ekki við að leggja sér eigendur fatanna til munns fái þær tækifæri. Vitað er að afbrigðið tinea pellionella nærist á mannshári og já, þetta örsmáa sköpunarverk étur einnig aðra hluta mannslíkamans sem það kemst í tæri við. Þótt þetta hljómi ef til vill ekki spennandi fyrir þá sem eru að snæða morgunverðinn einmitt núna telur skordýrafræðingurinn Sibyl Bucheli við Sam Houston-ríkisháskólann í Texas þetta alls ekki slæmar fréttir. Við morðrannsóknir þar sem færa þarf sönnur á að mannslík hafi verið á ákveðnum stað á einhverjum tímapunkti gæti tækniliði lögreglu nægt að finna mölflugu af nefndri tegund á staðnum eða bara ham hennar. Tegundin hefur nefnilega hamskipti og gamli hamurinn inniheldur oft leifar af þeirri fæðu sem dýrið hefur nærst á. Sé um hluta af manneskju að ræða, jafnvel aðeins bút af hári, nægir hann til að greina erfðaefni viðkomandi sem síðar getur orðið ómetanlegt gagn við að sanna hvort líkið hafi einhvern tímann verið á þessum tiltekna stað. Þetta kann að hljóma langsótt en hefur þegar nýst við að upplýsa morðmál í Galveston í Texas í fyrra. Sannast þar hið fornkveðna, að eins dauði er annars brauð. Vísindi Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Sjá meira
Nýjustu kenningar í skordýrafræðum gera fastlega ráð fyrir því að viss tegund mölflugna geti orðið lykillinn að glæparannsóknum í framtíðinni. Mölflugur gera gott betur en að nærast á fatalörfum, þær hika ekki við að leggja sér eigendur fatanna til munns fái þær tækifæri. Vitað er að afbrigðið tinea pellionella nærist á mannshári og já, þetta örsmáa sköpunarverk étur einnig aðra hluta mannslíkamans sem það kemst í tæri við. Þótt þetta hljómi ef til vill ekki spennandi fyrir þá sem eru að snæða morgunverðinn einmitt núna telur skordýrafræðingurinn Sibyl Bucheli við Sam Houston-ríkisháskólann í Texas þetta alls ekki slæmar fréttir. Við morðrannsóknir þar sem færa þarf sönnur á að mannslík hafi verið á ákveðnum stað á einhverjum tímapunkti gæti tækniliði lögreglu nægt að finna mölflugu af nefndri tegund á staðnum eða bara ham hennar. Tegundin hefur nefnilega hamskipti og gamli hamurinn inniheldur oft leifar af þeirri fæðu sem dýrið hefur nærst á. Sé um hluta af manneskju að ræða, jafnvel aðeins bút af hári, nægir hann til að greina erfðaefni viðkomandi sem síðar getur orðið ómetanlegt gagn við að sanna hvort líkið hafi einhvern tímann verið á þessum tiltekna stað. Þetta kann að hljóma langsótt en hefur þegar nýst við að upplýsa morðmál í Galveston í Texas í fyrra. Sannast þar hið fornkveðna, að eins dauði er annars brauð.
Vísindi Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Sjá meira