Jón Arnór: Væri huggulegt að sópa Keflavík út Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. mars 2009 15:17 Jón Arnór hefur farið á kostum gegn Keflavík í vetur. Hann ætlar sér líka stóra hluti í kvöld. Mynd/Vilhelm „Ég veit ekki með félaga mína en ég er algjörlega tilbúinn fyrir þennan slag í kvöld. Við ætlum okkur að klára þetta. Það er ekkert annað í boði," sagði KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson við Vísi. KR og Keflavík mætast í þriðja skiptið í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í kvöld og KR getur „sópað" Íslandsmeisturunum úr mótinu í kvöld. KR leiðir nefnilega einvígið 2-0. „Það væri mjög huggulegt að geta sópað þeim út. Það kitlar. Væri fínn bónus og einnig gott að eiga það á Sigga landsliðsþjálfara [Sigurð Ingimundarson, þjálfara Keflavíkur., innsk. blm]," sagði Jón Arnór léttur en hann var á leið í mat. Kjúklingur og hrísgrjón á matseðlinum hjá Jóni í dag. Jón Arnór segir það alls ekkert auðvelt að gíra sig upp fyrir leik eins og í kvöld þegar lið er komið í þægilega stöðu. „Það er erfiðara en menn halda andlega að koma sér í rétta gírinn í svona stöðu. Þó svo við séum komnir í 2-0 verður þetta ekkert gefins. Ég geri mér grein fyrir því, er klár í slaginn og vona að félagar mínir séu það líka," sagði Jón Arnór sem hefur farið algjörlega á kostum gegn Keflavík í vetur. „Mér finnst alltaf auðvelt að gíra mig upp fyrir leiki gegn Keflavík. Þetta hefur verið besta lið landsins lengi og oft unnið KR. Maður er því klár í slíka leiki. Minn helsti galli sem leikmanns er samt sá að ég er alltaf klár í stóru leikina en á það til að slappa aðeins of mikið á í minni leikjunum með fullri virðingu fyrir þeim liðum. Þá vil ég kannski stundum setjast á bekkinn. En ekki í svona leikjum," sagði Jón Arnór. Blaðamaður tjáði Jóni að Gunnar Einarsson, leikmaður Keflavíkur, væri búinn að lofa stríði í kvöld. „Það er bara flott mál. Ég er alltaf tilbúinn í stríð," sagði Jón Arnór. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld og er spilað vestur í bæ. Dominos-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
„Ég veit ekki með félaga mína en ég er algjörlega tilbúinn fyrir þennan slag í kvöld. Við ætlum okkur að klára þetta. Það er ekkert annað í boði," sagði KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson við Vísi. KR og Keflavík mætast í þriðja skiptið í undanúrslitum Iceland Express-deildar karla í kvöld og KR getur „sópað" Íslandsmeisturunum úr mótinu í kvöld. KR leiðir nefnilega einvígið 2-0. „Það væri mjög huggulegt að geta sópað þeim út. Það kitlar. Væri fínn bónus og einnig gott að eiga það á Sigga landsliðsþjálfara [Sigurð Ingimundarson, þjálfara Keflavíkur., innsk. blm]," sagði Jón Arnór léttur en hann var á leið í mat. Kjúklingur og hrísgrjón á matseðlinum hjá Jóni í dag. Jón Arnór segir það alls ekkert auðvelt að gíra sig upp fyrir leik eins og í kvöld þegar lið er komið í þægilega stöðu. „Það er erfiðara en menn halda andlega að koma sér í rétta gírinn í svona stöðu. Þó svo við séum komnir í 2-0 verður þetta ekkert gefins. Ég geri mér grein fyrir því, er klár í slaginn og vona að félagar mínir séu það líka," sagði Jón Arnór sem hefur farið algjörlega á kostum gegn Keflavík í vetur. „Mér finnst alltaf auðvelt að gíra mig upp fyrir leiki gegn Keflavík. Þetta hefur verið besta lið landsins lengi og oft unnið KR. Maður er því klár í slíka leiki. Minn helsti galli sem leikmanns er samt sá að ég er alltaf klár í stóru leikina en á það til að slappa aðeins of mikið á í minni leikjunum með fullri virðingu fyrir þeim liðum. Þá vil ég kannski stundum setjast á bekkinn. En ekki í svona leikjum," sagði Jón Arnór. Blaðamaður tjáði Jóni að Gunnar Einarsson, leikmaður Keflavíkur, væri búinn að lofa stríði í kvöld. „Það er bara flott mál. Ég er alltaf tilbúinn í stríð," sagði Jón Arnór. Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld og er spilað vestur í bæ.
Dominos-deild karla Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira