Körfubolti

Benedikt: Fáum mjög sterkan andstæðing

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Benedikt Guðmundsson, leikmaður KR.
Benedikt Guðmundsson, leikmaður KR. Mynd/Daníel
Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, á von á mjög sterkum andstæðingi í næstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildar karla.

KR vann í kvöld öruggan sigur á Breiðabliki og tryggði sér þar með sæti í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Næsti andstæðingur KR verður Keflavík nema að Stjarnan vinni oddaleikinn gegn Snæfelli á fimmtudagskvöldið.

„Fyrri hálfleikurinn í kvöld var mjög kaflaskiptur en þeir mættu vel stemmdir til leiks og voru flottir í fyrsta leikhluta. Við vorum nokkuð værukærir sem er dæmigert eftir að hafa unnið fyrsta leikinn með miklum mun. Við náðum svo að rétta okkar hlut í öðrum leikhluta og sigurinn var í raun aldrei í hættu eftir það," sagði Benedikt.

Hann sagði þó Breiðablik vera með ungt og efnilegt lið. „Þeir voru góðir í kvöld og miklu betri en í fyrsta leiknum. Það var mjög gaman að sjá unga leikmenn í kvöld eins og Hraunar Guðmundsson og Arnar Pétursson. Þetta eru framtíðarblikar og voru algerlega óhræddir í leiknum í kvöld. Það lofar góðu fyrir Breiðablik að eiga svona efnilega leikmenn."

Hann segist ánægður með sína menn og segir vel stemmda fyrir komandi átök.

„Við erum í virklega góðum gír og hlökkum mikið til næsta leiks. Við gerum okkur grein fyrir því að við fáum mjög sterkan andstæðing í næstu umferð," sagði Benedikt.

„Ef við fáum Keflavík sem er líklegast eins og málin standa þá verða það hörkurimmur. Þeir eru búnir að fá sér gríðarlega sterkan bandarískan leikmann og því útlit fyrir að það verði stál í stál í þessum leikjum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×