Körfubolti

Keflvíkingum hefur gengið vel þegar þeir mæta aftur "heim"

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nökkvi Már Jónsson og Arnar Freyr Jónsson þekkja báðir vel til í Keflavík, en leika nú saman með Grindavík
Nökkvi Már Jónsson og Arnar Freyr Jónsson þekkja báðir vel til í Keflavík, en leika nú saman með Grindavík Mynd/BB
Arnar Freyr Jónsson mætir í kvöld til Keflavíkur og spilar sinn fyrsta deildarleik á sínum gamla heimavelli en hann gekk til liðs við Grindavík frá Keflavík í sumar.

Arnar Freyr varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Keflavík frá 2003-2008 og hann hefur leikið stórt hlutverk hjá Grindavík í vetur þar sem hann er með 6,6 stig og 6,9 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Að þessu tilefni hefur Vísir skoðað fyrstu heimsóknir sjö fyrrum leikmanna Keflavíkur með öðru liði á sinn gamla heimavöll eftir að þeir höfðu unnið titilinn með Keflavík.

Fimm af þessum sjö leikmönnum tókst að vinna með sínum nýju félögum sem er mjög merkileg tölfræði ekki síst þar sem að það er ekki algengt að Keflvíkingar tapi á heimavelli sínum.

Fyrstu heimsóknir sjö Íslandsmeistara Keflavíkur á sinn gamla heimavöll:

Nökkvi Már Jónsson með Grindavík 4. nóvember 1993

Íslandsmeistara-ár með Keflavík: 1989, 1992 og 1993

Úrslitin: Grindavík vann með 3 stigum (106-103)

Frammistaðan: Nökkvi Már skoraði 21 stig í leiknum.

Hjörtur Harðarson með Grindavík 4. nóvember 1993

Íslandsmeistara-ár með Keflavík: 1992 og 1993

Úrslitin: Grindavík vann með 3 stigum (106-103)

Frammistaðan: Hjörtur skoraði 7 stig í leiknum.

Falur Harðarson með KR 13. október 1994

Íslandsmeistara-ár með Keflavík: 1989

Úrslitin: KR vann með 22 stigum (102-74)

Frammistaðan: Falur skoraði 16 stig og gaf 10 stoðsendingar í leiknum.

Guðjón Skúlason með Grindavík 13. nóvember 1994

Íslandsmeistara-ár með Keflavík: 1989, 1992 og 1993

Úrslitin: Grindavík vann með 28 stigum (102-74)

Frammistaðan: Guðjón skoraði 16 stig í leiknum.

Kristinn Friðriksson með Þór Akureyri 5. febrúar 1995

Íslandsmeistara-ár með Keflavík: 1992 og 1993

Úrslitin: Þór tapaði með 3 stigum (92-95)

Frammistaðan: Kristinn skoraði 32 stig í leiknum (6 þristar).

Jón Kr. Gíslason með Grindavík 17. janúar 1997

Íslandsmeistara-ár með Keflavík: 1989, 1992 og 1993

Úrslitin: Grindavík tapaði með 26 stigum (69-95)

Frammistaðan: Jón skoraði 10 stig og gaf 4 stoðsendingar í leiknum.

Sverrir Þór Sverrisson með Njarðvík 27. janúar 2008

Íslandsmeistara-ár með Keflavík: 2003, 2004 og 2005

Úrslitin: Njarðvík vann með 13 stigum (88-75)

Frammistaðan: Sverrir skoraði 4 stig og stal 6 boltum í leiknum.



Arnar Freyr Jónsson
með Grindavík 20. febrúar 2009

Íslandsmeistara-ár með Keflavík: 2003, 2004, 2005 og 2008

Úrslitin: Leikurinn hefst klukkan 19.15 í kvöld




Fleiri fréttir

Sjá meira


×