Íslenski boltinn

HK á toppinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik HK og Víkings, Ó. í kvöld.
Úr leik HK og Víkings, Ó. í kvöld. Mynd/Stefán

HK varð í kvöld fyrsta liðið til að vinna sigur á Víkingi frá Ólafsvík er liðin mættust á Kópavogsvellinum. HK vann, 4-1, eftir að hafa verið með 2-0 forystu í hálfleik.

HK, Selfoss og Haukar eru öll enn taplaus eftir fyrstu þrjár umferðirnar og eru á toppi deildarinnar með sjö stig. HK er þó með besta markahlutfallið.

Fjórir leikir fóru fram í 1. deildinni í kvöld. ÍR gerði góða ferð til Akureyrar og vann þar Þór, 2-1. Þá gerðu Afturelding og Haukar 1-1 jafntefli og Selfoss vann Víking frá Reykjavík, 1-0.

Það vekur athygli að ÍA og Víkingur, R. eru á botni deildarinnar með eitt stig hvort.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×