Handbolti

Bretland vann Finnland í handbolta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Hollands og Bretlands á síðasta ári.
Úr leik Hollands og Bretlands á síðasta ári. Nordic Photos / AFP

Bretar eru í góðri stöðu eftir að hafa unnið Finna, 17-14, í forkeppni Evrópumeistaramóts kvenna í handbolta.

Þetta var fyrri leikur liðanna í forkeppninni og fór fram í Helsinki. Síðari leikurinn fer fram í Liverpool á laugardaginn.

Liðið sem vinnur samanlagðan sigur kemst áfram í riðlakeppni EM og verður í riðli með Íslandi, Frakklandi og Austurríki.

Markvörðurinn Sarah Hargreaves var hetja Breta en hún varði 65 prósent skota sem komu á markið. Nina Heglund og Sophia Cannon skoruðu þrjú mörk hvor fyrir Breta.

Bretar hafa blásið lífi í handboltahreyfingu sína enda ætlar liðið sér að senda bæði karla- og kvennalið til þáttöku í keppni í handbolta á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×