Fótbolti

Naumt tap hjá Kristianstad

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Margrét Lára Viðarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Margrét Lára Viðarsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/Stefán

Kristianstad tapaðí dag fyrir Kopparberg/Göteborg, 2-1, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er því enn í bullandi fallhættu.

Staðan í hálfleik var 1-1 en sigurmark Kopparberg/Göteborg kom ekki fyrr en á 86. mínútu leiksins.

Guðný Björk Óðinsdóttir, Erla Steina Arnardóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir léku allar allan leikinn fyrir Kristianstad en Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins.

Kristianstad er sem fyrr í þriðja neðsta sæti deildarinnar með tólf stig, fjórum stigum frá fallsæti.

Kopparberg/Göteborg er í öðru sæti deildarinnar með 45 stig, rétt eins og topplið Linköping sem á leik til góða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×