Sport

Federer og Nadal hneykslaðir á uppljóstrun Agassi

Ómar Þorgeirsson skrifar
Rafael Nadal og Roger Federer.
Rafael Nadal og Roger Federer. Nordic photos/AFP

Bestu tenniskappar heimsins í dag Svisslendingurinn Roger Federer og Spánverjinn Rafael Nadal hafa báðir líst yfir vonbrigðum sínum með nýlega uppljóstrun fyrrum tenniskappans Andre Agassi.

Agassi segir í nýrri ævisögu sinni að árið 1997 hafi hann tekið inn eiturlyfið crystal metamfetamín og náð að ljúga sig út úr vandræðum þegar hann féll á lyfjaprófi alþjóða tennissambandsins.

„Það var sjokkerandi að heyra þessar fregnir og ég get ekki neitað því að ég er mjög hneykslaður. Ég vona að það séu ekki fleiri svona tilfelli því tennisíþróttin á að vera og verður að vera laus við eiturlyf," er haft eftir Federer og Nadal var enn harðorðari.

„Svindlarar mega ekki komast upp með að svindla og ef Agassi hefur verið uppvís um svindl þá hefði átt að taka á því. Svona tilfelli setja svartan blett á íþróttina og ég skil ekki með nokkru móti af hverju Agassi er að segja frá þessu núna þegar hann er hættur," segir Nadal.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×