Sport

Jóhanna Gerða setti Íslandsmet í Frakklandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ægiringar eru að standa sig vel út í Frakklandi.
Ægiringar eru að standa sig vel út í Frakklandi. Mynd/Vilhelm

Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, setti í dag nýtt glæsilegt Íslandsmet í 200 metra baksundi þegar hún synti á 2:18,88 mínútum á sterku sundmóti í Sarcelles í Frakklandi. Þetta kemur fram á heimasíðu Ægis.

Jóhanna Gerða bætti tæplega tíu ára met Kolbrúnar Ýr Kristjánsdóttur sem synti á 2:20,85 mínútum 26. maí 1999 á Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein. Jóhanna hafði best synt 200 metrana á 2:22.65 mínútum og bætti sig því mjög mikið í þessu sundi.

Systir Jóhönnu, Eygló Ósk, bætti líka telpnamet Láru Hrundar Bjargardóttur í 200 metra fjórsundi á mótinu þegar hún synti á 2:26,71 mínútum en gamla metið var 2:28,15 mínútur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×