Handbolti

Kolding danskur meistari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kasper Söndergaard var markahæstur hjá Kolding í dag með sjö mörk.
Kasper Söndergaard var markahæstur hjá Kolding í dag með sjö mörk. Nordic Photos / AFP

Kolding varð í dag danskur meistari í handbolta eftir sigur á FC Kaupmannahöfn í oddaleik liðanna í lokaúrslitunum, 31-27.

Þetta er í tólfta sinn sem Kolding verður meistari undanfarin 23 ár en FCK varð meistari í fyrra. Það leit reyndar lengi út fyrir að liðið myndi verja titilinn sinn enda með fjögurra marka forskot, 21-17, þegar nítján mínútur voru eftir af leiknum.

Arnór Atlason lék ekki með FCK vegna meiðsla en Guðlaugur Arnarsson lék sinn síðasta leik í dag en komst ekki á blað. Guðlaugur gengur til liðs við Akureyri í sumar.

Team Tvis Holstebro vann GOG í oddaleik um þriðja sætið um helgina, 34-26. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson, leikmenn GOG, eru báðir frá vegna meiðsla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×