Körfubolti

Fjögur lið eiga eftir að vinna heimaleik á nýju ári

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ekkert hefur gengið hjá Ísaki Einarssyni og félögum í Síkinu að undanförnu.
Ekkert hefur gengið hjá Ísaki Einarssyni og félögum í Síkinu að undanförnu. Mynd/Vilhelm

Fjögur lið í Iceland Express deild karla í körfubolta hafa enn ekki náð að vinna heimaleik á árinu 2009 þrátt fyrir að hafa öll orð á sér að vera með sterkan heimavöll.

Síkið á Sauðárkróki, Höllin á Akuureyri, Hellirinn í Breiðholti og Toyota-höllin í Keflavík eru venjulega íþróttahús sem erfitt er að sækja stig en það hefur ekkert gengið hjá heimaliðunum Tindastól, Þór, ÍR og Keflavík fyrstu tvo mánuði ársins 2009.

Heimaliðin tapað öllum fimmtán leikjum sínum í húsunum á árinu, Tindastóll, Þór og ÍR hafa öll tapað fjórum leikjum en Keflavík þremur. Það má þó nefna það Keflvíkingum til varnar að allir þrír heimaleikir liðsins hafa verið á mótið þremur efstu liðum deildarinnar og þeir hafa aðeins tapast með samtals 20 stigum.

Í leikjunum fyrir áramót þá unnu þessi sömu fjögur lið 14 af 21 heimaleik sínum þar af unnu norðanliðin Tindastóll og Þór þrjá fyrstu heimaleiki tímabilsins. Tindastóll tekur einmitt á móti Þór á Sauðárkróki í kvöld.

Þrjú lið í Iceland Express deild karla hafa unnið alla heimaleiki sína á nýju ári en það eru Stjarnan (4 sigrar), Grindavík (4) og KR (3).

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×