Körfubolti

Oddaleikur um titilinn: Fannar, Brenton og Páll voru allir með fyrir áratug

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fannar Ólafsson er eini leikmaðurinn sem þekkir það að vinna titilinn í oddaleik.
Fannar Ólafsson er eini leikmaðurinn sem þekkir það að vinna titilinn í oddaleik. Mynd/Daníel

Það er liðinn heill áratugur síðan að síðast fór fram oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í úrvalsdeild karla en engu að síður eru þrír leikmenn í liðunum sem tóku þátt í leik Keflavíkur og Njarðvíkur 22. apríl 1999.

Þetta eru þeir Fannar Ólafsson, fyrirliði KR, og Brenton Birmingham og Páll Kristinsson hjá Grindavík. KR og Grindavík spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19.15 í DHL-Höllinni í Frostaskjóli.

Fannar var í liði Keflavíkur sem fagnaði Íslandsmeistaratitlinum með 88-82 sigri á Njarðvík. Fannar Ólafsson var með 6 stig og 4 fráköst á 19 mínútum í leiknum en hann hitti úr 3 af 5 skotum sínum.

Brenton og Páll voru í liði Njarðvíkur sem þurfti að sætta sig við sex stiga tap. Brenton var með 20 stig, 16 fráköst og 9 stoðsendingar á 40 mínútum en Páll var með 6 stig og 4 fráköst á 11 mínútum.

Friðrik Ragnarsson, núverandi þjálfari Grindavíkur, var fyrirliði Njarðvíkur í þessum leik en hann var með 18 stig og 6 stoðsendingar í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×