Haukar lögðu Fram í Safamýri Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. mars 2009 19:12 Viggó Sigurðsson stýrir Fram gegn sínu gamla félagi í kvöld. Mynd/Anton Topplið Hauka vann góðan sigur á Fram, 22-27, í hörkuleik í Safamýrinni í kvöld. Haukarnir efstir sem fyrr í deildinni en Fram verður í miklum slag um að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Vísir var með beina textalýsingu frá leiknum. Hana má sjá hér að neðan. Leik lokið: Haukar sigra þennan slagsmálaleik sannfærandi. 56. mín: Haukar kláruðu þennan leik í 17-18. Skoruðu 6 mörk í röð og tryggðu sér stigin tvö. Staðan 18-24. 53. mín: Sigurbergur að detta í gírinn á lokakaflanum eftir mörg misheppnuð skot. Haukar með ágætt tak á þessum leik, 17-22. 50. mín: Birkir varði nokkra bolta og Haukar komust í 15-18. Þá komu Framarar aftur til baka og minnkuðu muninn í 17-18. Nú er staðan 17-19. Þetta er rosalegur leikur. 45. mín: Magnús Erlendsson ver eins og berserkur og hjálpar Fram að komast aftur inn í leikinn. Staðan 15-16 fyrir Hauka. 40. mín: Haukar að ná smá tökum á þessum leik sem hefur verið æsispennandi. Sóknarleikur Fram að klikka. 13-16 fyrir Hauka. 35. mín: Rúnar og Sigurbergur reyna að skjóta sig í gang með misjöfnum árangri en skotnýting ungu stjarnanna er skelfileg í þessum leik. 11-13 fyrir Hauka. 30. mín: Framarar rúlluðu út aukastúku í leikhléi við varamannabekk Hauka, að því er virtist að óþörfu enda pláss hinum megin í húsinu. Kjartan Steinbach eftirlitsdómari var einhverra hluta vegna á móti því og lét Framara ganga frá stúkunni á nýjan leik eftir að áhorfendur voru sestir í stúkuna. Sérstök uppákoma. Hálfleikur: 10-11 fyrir Hauka. Átakamiklum fyrri hálfleik lokið. Heitt í mönnum og fast tekist á. Ætti að verða æsilegur síðari hálfleikur. Rúnar Kárason hefur skorað mest Framara eða 3 mörk, þar af 2 úr vítum. Magnús Erlendsson verið þeirra bestur og séð til þess að munurinn er aðeins eitt mark með því að verja 12 skot í hálfleiknum. Sigurbergur Sveinsson hefur skorað mest Hauka eða 5 mörk, þar af 4 úr vítum. Birkir Ívar Guðmundsson hefur varið 8 skot í Haukamarkinu. 27. mín: 9-10 fyrir Hauka. Arnar Pétursson að taka á Rúnari Kárasyni en Arnar varð brjálaður er Rúnar sló til Gunnars áðan. Arnar reynir að æsa Rúnar upp. 24. mín: Framarar aðeins að koma til baka og Haukar taka leikhlé. Staðan 8-9 fyrir Hauka. 20. mín: Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, kominn með gult spjald og er enn æstur. Hann virkar taugatrekktur en Viggó Sigurðsson er með rólegra móti á hinum bekknum. Það kraumar undir og ekki hjálpar til að dómarar eru frekar mistækir. Staðan 6-8 fyrir Hauka. 15. mín: Allt að sjóða upp úr. Rúnar Kárason virtist slá framan í Gunnar Berg Viktorsson sem var við eigin bekk. Haukarnir brjálaðir og Rúnar líka sem vildi fá fríkast skömmu áður. Hann virtist sleppa vel með skrekkinn þarna. 10. mín: Enn mikil átök og sterkar varnir hjá báðum liðum. 3-4 fyrir Hauka. 5. mín: Fast tekist á fyrstu mínúturnar og ljóst að ekkert verður gefið eftir. Ekkert sérstaklega margir áhorfendur en hafa hátt með stórum trommum. Staðan 2-1 fyrir Fram. Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
Topplið Hauka vann góðan sigur á Fram, 22-27, í hörkuleik í Safamýrinni í kvöld. Haukarnir efstir sem fyrr í deildinni en Fram verður í miklum slag um að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. Vísir var með beina textalýsingu frá leiknum. Hana má sjá hér að neðan. Leik lokið: Haukar sigra þennan slagsmálaleik sannfærandi. 56. mín: Haukar kláruðu þennan leik í 17-18. Skoruðu 6 mörk í röð og tryggðu sér stigin tvö. Staðan 18-24. 53. mín: Sigurbergur að detta í gírinn á lokakaflanum eftir mörg misheppnuð skot. Haukar með ágætt tak á þessum leik, 17-22. 50. mín: Birkir varði nokkra bolta og Haukar komust í 15-18. Þá komu Framarar aftur til baka og minnkuðu muninn í 17-18. Nú er staðan 17-19. Þetta er rosalegur leikur. 45. mín: Magnús Erlendsson ver eins og berserkur og hjálpar Fram að komast aftur inn í leikinn. Staðan 15-16 fyrir Hauka. 40. mín: Haukar að ná smá tökum á þessum leik sem hefur verið æsispennandi. Sóknarleikur Fram að klikka. 13-16 fyrir Hauka. 35. mín: Rúnar og Sigurbergur reyna að skjóta sig í gang með misjöfnum árangri en skotnýting ungu stjarnanna er skelfileg í þessum leik. 11-13 fyrir Hauka. 30. mín: Framarar rúlluðu út aukastúku í leikhléi við varamannabekk Hauka, að því er virtist að óþörfu enda pláss hinum megin í húsinu. Kjartan Steinbach eftirlitsdómari var einhverra hluta vegna á móti því og lét Framara ganga frá stúkunni á nýjan leik eftir að áhorfendur voru sestir í stúkuna. Sérstök uppákoma. Hálfleikur: 10-11 fyrir Hauka. Átakamiklum fyrri hálfleik lokið. Heitt í mönnum og fast tekist á. Ætti að verða æsilegur síðari hálfleikur. Rúnar Kárason hefur skorað mest Framara eða 3 mörk, þar af 2 úr vítum. Magnús Erlendsson verið þeirra bestur og séð til þess að munurinn er aðeins eitt mark með því að verja 12 skot í hálfleiknum. Sigurbergur Sveinsson hefur skorað mest Hauka eða 5 mörk, þar af 4 úr vítum. Birkir Ívar Guðmundsson hefur varið 8 skot í Haukamarkinu. 27. mín: 9-10 fyrir Hauka. Arnar Pétursson að taka á Rúnari Kárasyni en Arnar varð brjálaður er Rúnar sló til Gunnars áðan. Arnar reynir að æsa Rúnar upp. 24. mín: Framarar aðeins að koma til baka og Haukar taka leikhlé. Staðan 8-9 fyrir Hauka. 20. mín: Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, kominn með gult spjald og er enn æstur. Hann virkar taugatrekktur en Viggó Sigurðsson er með rólegra móti á hinum bekknum. Það kraumar undir og ekki hjálpar til að dómarar eru frekar mistækir. Staðan 6-8 fyrir Hauka. 15. mín: Allt að sjóða upp úr. Rúnar Kárason virtist slá framan í Gunnar Berg Viktorsson sem var við eigin bekk. Haukarnir brjálaðir og Rúnar líka sem vildi fá fríkast skömmu áður. Hann virtist sleppa vel með skrekkinn þarna. 10. mín: Enn mikil átök og sterkar varnir hjá báðum liðum. 3-4 fyrir Hauka. 5. mín: Fast tekist á fyrstu mínúturnar og ljóst að ekkert verður gefið eftir. Ekkert sérstaklega margir áhorfendur en hafa hátt með stórum trommum. Staðan 2-1 fyrir Fram.
Olís-deild karla Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira