Sport

Lengsta kast hjá íslenskum spjótkastara síðan 2006

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/GettyImages

FH-ingurinn Jón Ásgrímsson kastaði spjótinu 70,16 metra á öðru Coca Cola móti FH, sem fram fór í Kaplakrika í gærkvöldi.

Þetta er lengsta kast Íslendings í spjótkasti síðan árið 2006, en þá kastaði Jónas Hlynur Hallgrímsson FH 70,58 metra á 80. Meistaramóti Íslands.

Jón hefur lítið keppt undanfarin ár vegna meisla, sem valda því að hann getur aðeins kastað með stuttri atrennu enn í dag.

Jón kastaði spjótinu 72,47 metra fyrir 11 árum eða þegar hann var tvítugur að aldri, en eftir það hefur hann glímt með krossbandameiðsl í báðum hnjám.

Sá árangur Jóns er fimmti besti árangur íslensks spjótkastara frá upphafi. Það er því ljóst að Jón Ásgrímsson er komin til baka eftir mörg mögur ár og líklegur til frekari afreka í sumar eftir þessa góðu byrjun á keppnistímabilinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×