Handbolti

Arnar Birkir fékk tveggja leikja bann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arnar Birkir Hálfdánsson.
Arnar Birkir Hálfdánsson.

Arnar Birkir Hálfdánsson, leikmaður Fram, var í dag dæmdur í tveggja leikja bann á fundi aganefndar HSÍ. Bannið fær hann fyrir brot og grófa óíþróttamannslega framkomu.

Arnar fékk að líta rauða spjaldið í leik Gróttu og Fram er hann beitti Gróttumanninn Jón Karl Björnsson svokölluðu Júggabragði.

"Um er að ræða bragð sem er stórhættulegt heilsu andstæðingsins. Því lítur aganefnd svo á að ekki sé aðeins um leikbrot að ræða heldur einnig grófa óíþróttamannslega framkomu," sagði meðal annars í dómi aganefndar.

Ummæli Arnars Birkis í Fréttablaðinu í kjölfarið vöktu mikla athygli og hefði Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, getað vísað þeim inn á borð aganefndar. Hann ákvað að gera það ekki þar sem leikmaðurinn hefði beðist afsökunar á athæfi sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×