Mikilvægast að hlúa að litlu fyrirtækjunum 10. júní 2009 00:01 Skýrsla Viðskiptaráðs er tímamótaverk. Önnur eins könnun hefur aldrei verið gerð hér á landi. Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir að næstu skref verði að skoða betur og nánar rekstur lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Mynd/Vilhelm „Þegar erfiðleikar líkir þeim sem nú steðja að í íslensku efnahagslífi blasa við, þá eykst hvatinn til að stofna ný, lítil fyrirtæki. Það er líklegt að slíkum fyrirtækjum muni fjölga mjög á næstunni," segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð gaf í síðustu viku út skýrslu um lítil og meðalstór fyrirtæki og blés til málþings í tilefni af því þar sem málið var rætt í þaula. Hafdís Jónsdóttir, formaður Kvenna í atvinnurekstri og einn eigenda líkamsræktarkeðjunnar World Class, stýrði málþinginu. Auk Finns og Eiríks, voru á meðal fundargesta þau Bogi Örn Emilsson, framkvæmdastjóri Skjals, og Christina Sommers, formaður Samtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Evrópu (e. European Small Business Alliance), sem sem eru ein stærstu og öflugustu samtök smærri fyrirtækja álfunnar. Sommers kynnti þá vitundarvakningu sem verið hefur á meginlandi Evrópu upp á síðkastið um mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Viðkvæðið þar síðustu misseri hefur verið að skoða hvaða áhrif löggjöf og ný reglusetning hefur á lítil á meðalstór fyrirtæki. Reynt sé eftir megni að vernda fyrirtækin og reglum því breytt þeim til handa. TímamótaverkSkýrsla Viðskiptaráðs er tímamótaverk en önnur eins könnun hefur aldrei verið gerð hér á landi. Finnur bendir á að vinnuhópur Viðskiptaráðs hafi byrjað að skoða umfang fyrirtækjanna í íslensku efnahagslífi á vordögum í fyrra. Í hópnum voru fulltrúar fyrirtækjanna.Verkefnið fór hins vegar á ís þegar efnahagslífið fór svo að segja á hliðina í fyrrahaust. „En þetta er yfirborðið, fyrstu skrefin," segir Finnur. „Tilgangurinn var að skoða umfang reksturs smárra fyrirtækja, hlutverk þeirra til að búa fólki atvinnu og framlag þeirra til efnahagslífsins almennt," segir hann og bendir á að kafað verði dýpra í málið á næstunni þar sem fleiri þættir í rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja verði skoðaðir.„Rekstrarumhverfi fyrirtækja hér í víðu samhengi er ekki nógu gott, eiginlega afleitt," segir Finnur og bætir við að vextir hafi lengi verið of háir og mikill tími stjórnenda fyrirtækja farið í varnarstöður gegn sveiflum í efnahagslífinu. Smærri fyrirtæki hafa síður tök á því en þau stærri. Kostirnir hafi á móti verið þeir að skattar á fyrirtæki hafi verið lágir. Blikur séu hins vegar á lofti nú um stundir.Í skýrslu Viðskiptaráðs kemur fram að 99 prósent fyrirtækja landsins eru lítil og meðalstór og starfsmannafjöldi þeirra er allt frá einum upp í 249 menn. Fyrirtækin eru 25 til 27 þúsund talsins, samkvæmt útreikningum Viðskiptaráðs, sem byggir á gögnum frá Hagstofunni, Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins og fleiri aðilum. Langflestir, eða á bilinu 22 til 23 þúsund manns, vinna hjá örfyrirtækjum. Það eru fyrirtæki með allt að tíu starfsmenn.Flest fyrirtækja hér, tæplega sextíu prósent allra fyrirtækja sem könnun Viðskiptaráðs nær til, hafa einn starfsmann.Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar voru stofnuð ríflega 2.500 fyrirtæki á síðasta ári. Síðustu árin hafa að jafnaði í kringum 2.700 fyrirtæki verið nýskráð hér á landi á ári, eða um það bil níu fyrirtæki á hverja þúsund íbúa.Hjá fyrirtækjunum öllum sem skýrslan nær yfir starfa á bilinu áttatíu til níutíu þúsund manns. Þar af er um helmingurinn hjá örfyrirtækjum. Þetta er um helmingur alls launafólks á landinu. Samanlagt eru lítil og meðalstór fyrirtæki landsins stærsti vinnuveitandinn hér og burðarás í íslensku atvinnulífi og eru þau afar mikilvæg fyrir heimilin í landinu.Innan Evrópusambandsins (ESB) starfa um tveir þriðju hlutar launafólks hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum og tæpur þriðjungur hjá stórfyrirtækjunum. Um helmingur launafólksins starfar hjá örfyrirtækjum en um fimmtungur hjá litlum fyrirtækjum.Í skýrslu Viðskiptaráðs er tekið fram, að vægi fyrirtækjanna sé áþekkt því sem gerist hér á landi.Litlu fyrirtækin vanmetinFinnur segir nokkuð skorta á að framlag lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku efnahagslífi sé viðurkennt. Smærri fyrirtæki geti trauðla fótað sig jafn vel og þau stærri í því sveiflukennda umhverfi sem hér hafi verið síðustu ár. Þá þurfi að einfalda regluverkið, eftirlitið og allt umhverfi í rekstri svo smærri fyrirtæki fái blómstra, að hans sögn.Hann segir þróunina þveröfuga og gæti tilhneigingar til að herða reglurnar frekar en hitt. „Hættan er sú að með slíkum hamlandi reglusetningum og lögum hverfi sá vaxtarbroddur sem okkur er nauðsynlegur, ekki síst nú," segir Finnur og bendir á mikilvægi þess að þótt íslenskt regluverk sé í alþjóðlegu samhengi verði að forðast að setja hér lög og reglur sem rími betur við rekstur stórfyrirtækja á meginlandi Evrópu. Þá verði enn fremur að treysta gjaldmiðilinn til að gera fyrirtækjarekstur hér lífvænlegan. „Við þurfum á sterkum gjaldmiðli að halda. Án hans þrífst ekkert fyrirtæki á Íslandi," segir hann.Finnur tók undir sjónarmið Christinu Sommers, sem lýsti þrautagöngu sinni sem frumkvöðuls og stofnanda nokkurra lítilla fyrirtækja jafnt í Vestur-Evrópu sem í Eystrasaltsríkjunum og Suður-Afríku. Hún stóð á stundum frammi fyrir gríðarlegum vandamálum og sat í það minnsta einu sinni uppi skuldum vafin eftir að fyrirtæki hennar og eiginmanns hennar varð gjaldþrota. Í dag starfarhún og maður hennar sem ráðgjafar, þó hvort í sínum geiranum. Lagt við hlustirSommers sagði löggjafann hafa lengi vel ekki hlustað á þarfir stjórnenda hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum á árum áður. Eftir þolinmóða þrautagöngu hafi málið þokast þeim í hag og beri stjórnvöld víða nú hag þeirra fyrir brjósti, ekki síst eftir að vægi framlags fyrirtækjanna var dregið betur fram í sviðsljósið.„Það var afar brýnt að leggja við hlustir og heyra sjónarmið lítilla fyrirtækja. Á þeim verðum við að byggja í framtíðinni," segir Finnur. Hann telur mjög líklegt að litlum og meðalstórum fyrirtækjum muni fjölga á næstunni. „Við verðum að búa svo um hlutina að lítil fyrirtæki geti dafnað." Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Þegar erfiðleikar líkir þeim sem nú steðja að í íslensku efnahagslífi blasa við, þá eykst hvatinn til að stofna ný, lítil fyrirtæki. Það er líklegt að slíkum fyrirtækjum muni fjölga mjög á næstunni," segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð gaf í síðustu viku út skýrslu um lítil og meðalstór fyrirtæki og blés til málþings í tilefni af því þar sem málið var rætt í þaula. Hafdís Jónsdóttir, formaður Kvenna í atvinnurekstri og einn eigenda líkamsræktarkeðjunnar World Class, stýrði málþinginu. Auk Finns og Eiríks, voru á meðal fundargesta þau Bogi Örn Emilsson, framkvæmdastjóri Skjals, og Christina Sommers, formaður Samtaka lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Evrópu (e. European Small Business Alliance), sem sem eru ein stærstu og öflugustu samtök smærri fyrirtækja álfunnar. Sommers kynnti þá vitundarvakningu sem verið hefur á meginlandi Evrópu upp á síðkastið um mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Viðkvæðið þar síðustu misseri hefur verið að skoða hvaða áhrif löggjöf og ný reglusetning hefur á lítil á meðalstór fyrirtæki. Reynt sé eftir megni að vernda fyrirtækin og reglum því breytt þeim til handa. TímamótaverkSkýrsla Viðskiptaráðs er tímamótaverk en önnur eins könnun hefur aldrei verið gerð hér á landi. Finnur bendir á að vinnuhópur Viðskiptaráðs hafi byrjað að skoða umfang fyrirtækjanna í íslensku efnahagslífi á vordögum í fyrra. Í hópnum voru fulltrúar fyrirtækjanna.Verkefnið fór hins vegar á ís þegar efnahagslífið fór svo að segja á hliðina í fyrrahaust. „En þetta er yfirborðið, fyrstu skrefin," segir Finnur. „Tilgangurinn var að skoða umfang reksturs smárra fyrirtækja, hlutverk þeirra til að búa fólki atvinnu og framlag þeirra til efnahagslífsins almennt," segir hann og bendir á að kafað verði dýpra í málið á næstunni þar sem fleiri þættir í rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja verði skoðaðir.„Rekstrarumhverfi fyrirtækja hér í víðu samhengi er ekki nógu gott, eiginlega afleitt," segir Finnur og bætir við að vextir hafi lengi verið of háir og mikill tími stjórnenda fyrirtækja farið í varnarstöður gegn sveiflum í efnahagslífinu. Smærri fyrirtæki hafa síður tök á því en þau stærri. Kostirnir hafi á móti verið þeir að skattar á fyrirtæki hafi verið lágir. Blikur séu hins vegar á lofti nú um stundir.Í skýrslu Viðskiptaráðs kemur fram að 99 prósent fyrirtækja landsins eru lítil og meðalstór og starfsmannafjöldi þeirra er allt frá einum upp í 249 menn. Fyrirtækin eru 25 til 27 þúsund talsins, samkvæmt útreikningum Viðskiptaráðs, sem byggir á gögnum frá Hagstofunni, Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins og fleiri aðilum. Langflestir, eða á bilinu 22 til 23 þúsund manns, vinna hjá örfyrirtækjum. Það eru fyrirtæki með allt að tíu starfsmenn.Flest fyrirtækja hér, tæplega sextíu prósent allra fyrirtækja sem könnun Viðskiptaráðs nær til, hafa einn starfsmann.Samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar voru stofnuð ríflega 2.500 fyrirtæki á síðasta ári. Síðustu árin hafa að jafnaði í kringum 2.700 fyrirtæki verið nýskráð hér á landi á ári, eða um það bil níu fyrirtæki á hverja þúsund íbúa.Hjá fyrirtækjunum öllum sem skýrslan nær yfir starfa á bilinu áttatíu til níutíu þúsund manns. Þar af er um helmingurinn hjá örfyrirtækjum. Þetta er um helmingur alls launafólks á landinu. Samanlagt eru lítil og meðalstór fyrirtæki landsins stærsti vinnuveitandinn hér og burðarás í íslensku atvinnulífi og eru þau afar mikilvæg fyrir heimilin í landinu.Innan Evrópusambandsins (ESB) starfa um tveir þriðju hlutar launafólks hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum og tæpur þriðjungur hjá stórfyrirtækjunum. Um helmingur launafólksins starfar hjá örfyrirtækjum en um fimmtungur hjá litlum fyrirtækjum.Í skýrslu Viðskiptaráðs er tekið fram, að vægi fyrirtækjanna sé áþekkt því sem gerist hér á landi.Litlu fyrirtækin vanmetinFinnur segir nokkuð skorta á að framlag lítilla og meðalstórra fyrirtækja í íslensku efnahagslífi sé viðurkennt. Smærri fyrirtæki geti trauðla fótað sig jafn vel og þau stærri í því sveiflukennda umhverfi sem hér hafi verið síðustu ár. Þá þurfi að einfalda regluverkið, eftirlitið og allt umhverfi í rekstri svo smærri fyrirtæki fái blómstra, að hans sögn.Hann segir þróunina þveröfuga og gæti tilhneigingar til að herða reglurnar frekar en hitt. „Hættan er sú að með slíkum hamlandi reglusetningum og lögum hverfi sá vaxtarbroddur sem okkur er nauðsynlegur, ekki síst nú," segir Finnur og bendir á mikilvægi þess að þótt íslenskt regluverk sé í alþjóðlegu samhengi verði að forðast að setja hér lög og reglur sem rími betur við rekstur stórfyrirtækja á meginlandi Evrópu. Þá verði enn fremur að treysta gjaldmiðilinn til að gera fyrirtækjarekstur hér lífvænlegan. „Við þurfum á sterkum gjaldmiðli að halda. Án hans þrífst ekkert fyrirtæki á Íslandi," segir hann.Finnur tók undir sjónarmið Christinu Sommers, sem lýsti þrautagöngu sinni sem frumkvöðuls og stofnanda nokkurra lítilla fyrirtækja jafnt í Vestur-Evrópu sem í Eystrasaltsríkjunum og Suður-Afríku. Hún stóð á stundum frammi fyrir gríðarlegum vandamálum og sat í það minnsta einu sinni uppi skuldum vafin eftir að fyrirtæki hennar og eiginmanns hennar varð gjaldþrota. Í dag starfarhún og maður hennar sem ráðgjafar, þó hvort í sínum geiranum. Lagt við hlustirSommers sagði löggjafann hafa lengi vel ekki hlustað á þarfir stjórnenda hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum á árum áður. Eftir þolinmóða þrautagöngu hafi málið þokast þeim í hag og beri stjórnvöld víða nú hag þeirra fyrir brjósti, ekki síst eftir að vægi framlags fyrirtækjanna var dregið betur fram í sviðsljósið.„Það var afar brýnt að leggja við hlustir og heyra sjónarmið lítilla fyrirtækja. Á þeim verðum við að byggja í framtíðinni," segir Finnur. Hann telur mjög líklegt að litlum og meðalstórum fyrirtækjum muni fjölga á næstunni. „Við verðum að búa svo um hlutina að lítil fyrirtæki geti dafnað."
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Linkedin sektað um tugi milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira