Fyrri leikirnir í undanúrslitum UEFA-bikarkeppninnar fóru fram í kvöld. Hamburg vann 1-0 útisigur á Werder Bremen á útivelli og þá gerðu Dynamo Kiev og Shakhtar Donetsk 1-1 jafntefli.
Í Þýskalandi var leikið á heimavelli Werder Bremen og Hamburg því í góðri stöðu fyrir síðari leikinn sem fer fram á heimavelli þeirra. Það var þýski landslismaðurinn Piotr Trochowski sem skoraði eina mark leiksins með skalla í fyrri hálfleik.
Fernandinho skoraði mikilvægt útivallarmark fyrir Shakhtar Donetsk gegn Dynamo Kiev en bæði lið eru frá Úkraínu. Olexandr Aliev hafði komið Dynamo yfir með marki úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik.