Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari hefur tilkynnt byrjunarlið sitt sem mætir Lúxemborg ytra klukkan 18.00 í beinni á Stöð 2 Sport.
Heiðar Helguson meiddist á æfingu í gær og getur því ekki spilað. Árni Gautur Arason heldur einnig sæti sínu í markinu en hann spilaði líka gegn Íran. Gunnleifur Gunnleifsson er þess utan meiddur á ökkla.
Byrjunarlið Íslands:
Markvörður: Árni Gautur Araon
Hægri bakvörður: Grétar Rafn Steinsson
Vinstri bakvörður: Indriði Sigurðsson
Miðverðir: Kristján Örn Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen Jónsson
Tengiliðir: Aron Einar Gunnarsson og Brynjar Björn Gunnarsson, fyrirliði
Hægri kantur: Rúrik Gíslason
Vinstri kantur: Emil Hallfreðsson
Sóknartengiliður: Eiður Smári Guðjohnsen
Framherji: Veigar Páll Gunnarsson