Viðskipti innlent

Heiðar að mestu skilinn við Novator

Heiðar Már Guðjónsson
Heiðar Már Guðjónsson

Heiðar Már Guðjónsson, framkvæmdastjóri Novator, á tíðum nefndur hægri hönd Björgólfs Thors Björgólfssonar, stjórnarformanns Straums og meirihlutaeiganda Novator, hefur að mestu sagt skilið við fyrirtækið.

Eftir því sem næst verður komist hefur mjög dregið úr verkefnum Heiðars þótt hann sinni einstaka stórverkum, svo sem í tengslum við finnska íþróttavörurisann Amer Sports.

Heiðar, sem hefur verið ötull talsmaður fyrir einhliða upptöku evru eftir bankahrunið í október í félagi við Ársæl Valfells, lektor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, starfar nú hjá vogunarsjóðnum Clarium.

Bandaríski frumkvöðullinn Peter Thiel setti Clarium á laggirnar fyrir sjö árum í kjölfar sölu á netgreiðsluþjónustunni PayPal, sem hann stofnaði ásamt öðrum, en seldi uppboðsvefnum eBay. Thiel hefur komið að fjárfestingum í fjölda sprotafyrirtækja síðan þá sem orðið hafa risar, svo sem í LinkedIn og Facebook. Thiel flytur senn búferlum til Sviss og mun Heiðar starfa þar, samkvæmt heimildum Markaðarins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×