Úlfljótur og gersemarnar Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar 28. júlí 2009 00:01 Eins og flestir foreldrar þá er ég næsta sannfærð um að barnið mitt sé snillingur. Þegar ég horfi á son minn að leik við Þingvallavatn þar sem við fjölskyldan höfum dvalið stóran part úr sumri hugsa ég stolt með mér að þarna sé efni í Jónas Hallgrímsson (vitanlega án drykkjusýki), Matthías Jochumsson, Þorgeir Ljósvetningagoða eða einhvern annan ástmögur þjóðarinnar. Á ferðum okkar hef ég því reynt að uppfræða drenginn um sögu lands og þjóðar á hverjum viðkomustað með hvers konar handbækur að vopni auk viðkomu á söfnum. Í hugum sex ára drengja verður þó oftast eftir allt annar fróðleikur en maður ætlaðist til. Þetta hef ég reyndar lært fyrir þó nokkru og þóttist ég því sniðug þegar ég útbjó fjársjóðsleit við Þingvallavatn sem átti að vera byggð á sögu staðarins. Að endingu skáldaði ég upp sögu um að Úlfljótur sá er Íslendingar sendu til Noregs til að kynna sér lög og venjur sem byggja mætti á í hinu nýja samfélagi hefði ekki bara fært Íslendingum samfélagssáttmála við heimkomu. Frá Noregi hefði Úlfljótur nefnilega líka haft með sér fjársjóð sem hann hafði falið við vatnið fagra. (Ji, hvað ég er skemmtileg mamma) hugsaði ég með mér þegar ég faldi fjársjóð uppi á Miðfelli og útbjó skelfing illa ort skeyti með herkjum sem átti einnig að færa honum smá þekkingu á náttúrunni á svæðinu. Já, mér fannst ég hrikalega sniðug og sá jafnvel fyrir mér að með þessu áframhaldi myndi ég fara að baka eins og ég væri djöfulóð og annað sem fyrirmyndarmæður gera. Leitin var skemmtileg dægrastytting og hafði í för með sér ferðalög um svæðið og fræðslu sem var lymskulega laumað inn í lygar og sögufalsanir. Það kom því virkilega flatt upp á mig þegar ég leiddi soninn upp á Hrafnakletta í Miðfelli þar sem fóstbræðurnir og lögspekingarnir Grímur geitskör og Úlfljótur áttu að hafa falið fjársjóðinn góða. Í ljós kom að einhverjir höfðu orðið á undan okkur. Fengurinn í leðurlíkispyngjunni sem ég hafði ætlað að gleðja son minn með var horfinn. Vitanlega vona ég að önnur börn hafi haft gaman af því að finna gersemarnar og lítið mál er að koma öðrum slíkum fyrir svo sonurinn geti fundið þær í næstu gönguferð. Hins vegar gat ég ekki varist þeim hugsunum að þarna hefði verið á ferð sýlspikaður útrásarvíkingur sem þegar væri búinn að veðsetja skrautsteinana með blekkingum og ólögum. Slíkar sögur fær sonurinn þó ekki að heyra strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun
Eins og flestir foreldrar þá er ég næsta sannfærð um að barnið mitt sé snillingur. Þegar ég horfi á son minn að leik við Þingvallavatn þar sem við fjölskyldan höfum dvalið stóran part úr sumri hugsa ég stolt með mér að þarna sé efni í Jónas Hallgrímsson (vitanlega án drykkjusýki), Matthías Jochumsson, Þorgeir Ljósvetningagoða eða einhvern annan ástmögur þjóðarinnar. Á ferðum okkar hef ég því reynt að uppfræða drenginn um sögu lands og þjóðar á hverjum viðkomustað með hvers konar handbækur að vopni auk viðkomu á söfnum. Í hugum sex ára drengja verður þó oftast eftir allt annar fróðleikur en maður ætlaðist til. Þetta hef ég reyndar lært fyrir þó nokkru og þóttist ég því sniðug þegar ég útbjó fjársjóðsleit við Þingvallavatn sem átti að vera byggð á sögu staðarins. Að endingu skáldaði ég upp sögu um að Úlfljótur sá er Íslendingar sendu til Noregs til að kynna sér lög og venjur sem byggja mætti á í hinu nýja samfélagi hefði ekki bara fært Íslendingum samfélagssáttmála við heimkomu. Frá Noregi hefði Úlfljótur nefnilega líka haft með sér fjársjóð sem hann hafði falið við vatnið fagra. (Ji, hvað ég er skemmtileg mamma) hugsaði ég með mér þegar ég faldi fjársjóð uppi á Miðfelli og útbjó skelfing illa ort skeyti með herkjum sem átti einnig að færa honum smá þekkingu á náttúrunni á svæðinu. Já, mér fannst ég hrikalega sniðug og sá jafnvel fyrir mér að með þessu áframhaldi myndi ég fara að baka eins og ég væri djöfulóð og annað sem fyrirmyndarmæður gera. Leitin var skemmtileg dægrastytting og hafði í för með sér ferðalög um svæðið og fræðslu sem var lymskulega laumað inn í lygar og sögufalsanir. Það kom því virkilega flatt upp á mig þegar ég leiddi soninn upp á Hrafnakletta í Miðfelli þar sem fóstbræðurnir og lögspekingarnir Grímur geitskör og Úlfljótur áttu að hafa falið fjársjóðinn góða. Í ljós kom að einhverjir höfðu orðið á undan okkur. Fengurinn í leðurlíkispyngjunni sem ég hafði ætlað að gleðja son minn með var horfinn. Vitanlega vona ég að önnur börn hafi haft gaman af því að finna gersemarnar og lítið mál er að koma öðrum slíkum fyrir svo sonurinn geti fundið þær í næstu gönguferð. Hins vegar gat ég ekki varist þeim hugsunum að þarna hefði verið á ferð sýlspikaður útrásarvíkingur sem þegar væri búinn að veðsetja skrautsteinana með blekkingum og ólögum. Slíkar sögur fær sonurinn þó ekki að heyra strax.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun