Ísland í meðferð Þorvaldur Gylfason skrifar 7. maí 2009 06:00 Engum er minnkun að því að leggjast inn á Vog, öðru nær. Margir Íslendingar hafa kosið að fara í meðferð, sem hefur skilað álitlegum hópi manna góðum og varanlegum árangri. Margir fara að sönnu of seint af stað, draga það of lengi gegn ítrekuðum áskorunum aðstandenda og lækna. Vandinn hneigist til að ágerast um afneitunartímann. En þegar menn horfast loksins í augu við sjálfa sig, ástvini sína og aðra og leggjast inn, vaknar von um að sigrast á vandanum. Þá ríður á samheldni, trausti og úthaldi: að þrauka, þreyja Þorrann, gefast ekki upp. @Megin-Ol Idag 8,3p :Ég er að tala um Ísland og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Í apríl 2008 ráðlögðu ríkisstjórnir og seðlabankar nokkurra nálægra landa íslenzkum stjórnvöldum, samkvæmt heimildum, að leita til sjóðsins, þar eð efnahagsmál landsins voru þá bersýnilega að losna úr límingum. Það var þó ekki fyrr en eftir hrun bankanna í október, hálfu ári síðar, að íslenzk stjórnvöld játuðu sig sigruð og óskuðu eftir aðstoð sjóðsins. Hefðu þau hlýtt kallinu fyrr, hefði hugsanlega verið hægt að girða fyrir hrunið eða að minnsta kosti milda afleiðingar þess fyrir fólk og fyrirtæki. Samstaða virðist nú ríkja milli allra flokka á Alþingi um að halda eigi fast við samstarfið við sjóðinn. Utan þings heyrast þó ýmsar raddir efast um ágæti samstarfsins. Þær raddir eiga vísast eftir að hækka, þegar frá líður og kjaraskerðingin af völdum fyrirhugaðs aðhalds í fjármálum ríkisins til að ná endum saman verður tilfinnanlegri en orðið er. Meðferðin er óþörf!@Megin-Ol Idag 8,3p :Sumir fjargviðrast út í AGS og finna honum ýmislegt til foráttu. Þeir eru í stöðu aðstandanda, sem kemur í heimsókn að Vogi til að reyna að sannfæra vistmanninn um, að meðferðin sé óþörf. Þá reynir á viðnámsþrótt og þrautseigju sjúklingsins. Hann lagðist inn af fúsum og frjálsum vilja, þar eð honum hafði reynzt um megn að leysa vanda sinn á eigin spýtur. Reynsla annarra hefur sannfært hann um, að meðferðin getur hrifið. Hann þarf á því að halda bæði innan fjölskyldunnar og í vinnunni að ná fullum bata í krafti meðferðarinnar. Hann hefur sagt svo oft áður, ranglega, að hann hefði fulla stjórn á eigin málum, að honum er ekki lengur treyst. Hann þarf á vottun meðferðarheimilisins að halda til að sýna fjölskyldu, vinnuveitanda og öðrum, að hann sé hættur að drekka. Annars verður honum ekki trúað. Þú ert ekki frjáls!@Megin-Ol Idag 8,3p :Með líku lagi gera sumir lítið úr stjórnvöldum og hamra á því, að AGS hafi öll ráð Íslands í hendi sér og að ríkisstjórnin og Seðlabankinn geti nú ekki um frjálst höfuð strokið. Þeir eru í stöðu aðstandanda, sem kemur í heimsókn á Vog til að brýna fyrir vistmanninum, að hann sé ekki lengur sjálfs sín herra og eigi því að strjúka úr vistinni. En vistmaðurinn okkar er á Vogi að eigin ósk, þótt frumkvæðið kæmi frá fjölskyldunni. Hann lagðist þangað inn einmitt til að deila fullveldi sínu um tíma með læknum og öðru starfsfólki á Vogi, því að honum hafði að eigin dómi ekki haldizt nógu vel á óskoruðu fullveldi. Hann var ekki sviptur sjálfræði og lagður inn á spítala gegn vilja sínum. Þvert á móti sá hann sjálfur, að hann þarfnaðist hjálpar. Þess vegna lagðist hann inn. Skiptar skoðanir um vextiÍslenzk stjórnvöld þurftu á því að halda að biðja AGS um aðstoð, úr því sem komið var. Þau áttu ekki annarra kosta völ. Lánstraust Íslands í útlöndum þvarr við bankahrunið eins og hendi væri veifað. Erlendum viðskiptamönnum Íslands er ljóst, að vandi okkar nú er að mestu heimabakaður, þótt neistinn, sem kveikti bálið, bærist að utan. Greiðasta leiðin til að endurheimta traust og koma efnahag landsins aftur á réttan kjöl er að vinna með sjóðnum, af því að hann nýtur trausts úti í heimi, þótt hann sé auðvitað ekki óskeikull. Einkum er deilt hér heima um ráð hans (og Seðlabankans) í vaxtamálum. Sumir gagnrýnendur sjóðsins og aðrir líta svo á, að hávaxtastefna í gjaldeyriskreppu falli um sjálfa sig, þegar gengið fellur þrátt fyrir háa vexti og grípa þarf til gjaldeyrishafta.Sjóðurinn verst með þeim rökum, að of mikil og ótímabær lækkun vaxta geti kallað á enn frekara gengisfall og torveldi afnám haftanna. Þennan hnút þarf að leysa, en meðferðin er eigi að síður nauðsynleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun
Engum er minnkun að því að leggjast inn á Vog, öðru nær. Margir Íslendingar hafa kosið að fara í meðferð, sem hefur skilað álitlegum hópi manna góðum og varanlegum árangri. Margir fara að sönnu of seint af stað, draga það of lengi gegn ítrekuðum áskorunum aðstandenda og lækna. Vandinn hneigist til að ágerast um afneitunartímann. En þegar menn horfast loksins í augu við sjálfa sig, ástvini sína og aðra og leggjast inn, vaknar von um að sigrast á vandanum. Þá ríður á samheldni, trausti og úthaldi: að þrauka, þreyja Þorrann, gefast ekki upp. @Megin-Ol Idag 8,3p :Ég er að tala um Ísland og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Í apríl 2008 ráðlögðu ríkisstjórnir og seðlabankar nokkurra nálægra landa íslenzkum stjórnvöldum, samkvæmt heimildum, að leita til sjóðsins, þar eð efnahagsmál landsins voru þá bersýnilega að losna úr límingum. Það var þó ekki fyrr en eftir hrun bankanna í október, hálfu ári síðar, að íslenzk stjórnvöld játuðu sig sigruð og óskuðu eftir aðstoð sjóðsins. Hefðu þau hlýtt kallinu fyrr, hefði hugsanlega verið hægt að girða fyrir hrunið eða að minnsta kosti milda afleiðingar þess fyrir fólk og fyrirtæki. Samstaða virðist nú ríkja milli allra flokka á Alþingi um að halda eigi fast við samstarfið við sjóðinn. Utan þings heyrast þó ýmsar raddir efast um ágæti samstarfsins. Þær raddir eiga vísast eftir að hækka, þegar frá líður og kjaraskerðingin af völdum fyrirhugaðs aðhalds í fjármálum ríkisins til að ná endum saman verður tilfinnanlegri en orðið er. Meðferðin er óþörf!@Megin-Ol Idag 8,3p :Sumir fjargviðrast út í AGS og finna honum ýmislegt til foráttu. Þeir eru í stöðu aðstandanda, sem kemur í heimsókn að Vogi til að reyna að sannfæra vistmanninn um, að meðferðin sé óþörf. Þá reynir á viðnámsþrótt og þrautseigju sjúklingsins. Hann lagðist inn af fúsum og frjálsum vilja, þar eð honum hafði reynzt um megn að leysa vanda sinn á eigin spýtur. Reynsla annarra hefur sannfært hann um, að meðferðin getur hrifið. Hann þarf á því að halda bæði innan fjölskyldunnar og í vinnunni að ná fullum bata í krafti meðferðarinnar. Hann hefur sagt svo oft áður, ranglega, að hann hefði fulla stjórn á eigin málum, að honum er ekki lengur treyst. Hann þarf á vottun meðferðarheimilisins að halda til að sýna fjölskyldu, vinnuveitanda og öðrum, að hann sé hættur að drekka. Annars verður honum ekki trúað. Þú ert ekki frjáls!@Megin-Ol Idag 8,3p :Með líku lagi gera sumir lítið úr stjórnvöldum og hamra á því, að AGS hafi öll ráð Íslands í hendi sér og að ríkisstjórnin og Seðlabankinn geti nú ekki um frjálst höfuð strokið. Þeir eru í stöðu aðstandanda, sem kemur í heimsókn á Vog til að brýna fyrir vistmanninum, að hann sé ekki lengur sjálfs sín herra og eigi því að strjúka úr vistinni. En vistmaðurinn okkar er á Vogi að eigin ósk, þótt frumkvæðið kæmi frá fjölskyldunni. Hann lagðist þangað inn einmitt til að deila fullveldi sínu um tíma með læknum og öðru starfsfólki á Vogi, því að honum hafði að eigin dómi ekki haldizt nógu vel á óskoruðu fullveldi. Hann var ekki sviptur sjálfræði og lagður inn á spítala gegn vilja sínum. Þvert á móti sá hann sjálfur, að hann þarfnaðist hjálpar. Þess vegna lagðist hann inn. Skiptar skoðanir um vextiÍslenzk stjórnvöld þurftu á því að halda að biðja AGS um aðstoð, úr því sem komið var. Þau áttu ekki annarra kosta völ. Lánstraust Íslands í útlöndum þvarr við bankahrunið eins og hendi væri veifað. Erlendum viðskiptamönnum Íslands er ljóst, að vandi okkar nú er að mestu heimabakaður, þótt neistinn, sem kveikti bálið, bærist að utan. Greiðasta leiðin til að endurheimta traust og koma efnahag landsins aftur á réttan kjöl er að vinna með sjóðnum, af því að hann nýtur trausts úti í heimi, þótt hann sé auðvitað ekki óskeikull. Einkum er deilt hér heima um ráð hans (og Seðlabankans) í vaxtamálum. Sumir gagnrýnendur sjóðsins og aðrir líta svo á, að hávaxtastefna í gjaldeyriskreppu falli um sjálfa sig, þegar gengið fellur þrátt fyrir háa vexti og grípa þarf til gjaldeyrishafta.Sjóðurinn verst með þeim rökum, að of mikil og ótímabær lækkun vaxta geti kallað á enn frekara gengisfall og torveldi afnám haftanna. Þennan hnút þarf að leysa, en meðferðin er eigi að síður nauðsynleg.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun