Körfubolti

Friðrik: Alltaf vonbrigði að tapa leik

Elvar Geir Magnússon skrifar

„Slæm byrjun okkar í leiknum var lykillinn að sigri Keflavíkur," sagði Friðrik Ragnarsson, þjálfari Grindavíkur eftir stórleikinn í Iceland Express deildinni í kvöld.

„Þeir byrjuðu á að skjóta okkur í kaf en mínum mönnum til hróss spiluðu þeir flottan körfubolta en eins og þetta þróaðist hefði þetta getað dottið hvoru megin sem var í lokin."

„Við vorum að spila á móti mjög vel mönnuðu liði sem á sterkan heimavöll. Það eru alltaf vonbrigði að tapa leik, það eru engin ný sannindi. En maður verður bara að reyna að laga það sem fór úrskeiðis," sagði Friðrik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×