Körfubolti

KR-ingar búnir að finna sér leikstjórnanda í körfunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jason Dourisseau kemur ekki aftur til KR-inga.
Jason Dourisseau kemur ekki aftur til KR-inga. Mynd/Anton

Íslandsmeistarar KR eru búnir að semja við bandaríska körfuknattleiksmanninn Semaj Inge sem er leikstjórnandi og útskrifaðist úr Temple-háskólanum í vor. Semaj er 23 ára gamall og 195 cm á hæð og er því hávaxinn fyrir leikstjórnenda.

Semaj Inge var byrjunarliðsmaður og fyrirliði Temple-háskólaliðsins síðasta vetur og var þá með 6,9 stig, 3,9 fráköst og 3,6 stoðsendingar að meðaltali á 29,0 mínútum í leik. Hann skaut ekki mikið af þriggja stiga skotum (1,3 í leik) og hitti úr 34,1 prósent þeirra.

Inge var alls með 4,2 stig að meðaltali á 18,2 mínútum í þeim 111 leikjum sem hann spilaði fyrir Temple-háskólaliðið á árunum 2005-2009.

„Semaj er líst sem miklum íþróttamanni með mikinn stökkraft, sem getur stjórnað leik liðs síns mjög vel. Semaj er að spreyta sig í atvinnumennskunni og kemur hingað til að vaxa sem körfuknattleiksmaður og lítur á þetta sem stökkpall yfir í stærri deildir í Evrópu," segir á heimasíðu KR.

Í frétt á heimasíðu KR kemur líka fram að hann munu ekki vera með liðinu í Powerade-bikarnum því hann kemur ekki til landsins fyrr en í næstu viku. KR-ingar leik sinn fyrsta leik í Powerade-bikarnum á móti Tindastól á laugardaginn.

Semaj Inge er annar erlendi leikmaður KR-liðsins en áður höfðu Íslandsmeistararnir samið við Bandaríkjamanninn Tommy Johnson sem hefur einnig breskt ríkisfang og telst því bosman-leikmaður.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×