Innlent

Steingrímur: Sjálfstæðisflokkurinn á barmi örvæntingar

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Mynd/Daníel Rúnarsson

„Kosningabaráttan hefur gengið vel ef frá er talin örvænting Sjálfstæðisflokksins og hræðsluáróður og lygar í hans boði," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs, og á þá við nafnlausar auglýsingar og vefsíður.

Áhugafólk um endurreisn Íslands er hópur fólks sem birti heilsíðu auglýsingu í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í gær. Yfirskrift auglýsingarinnar er, Skattahækkanir sem vinstristjórn boðar. Síðan eru hugmyndir Samfylkingarinnar og Vinstri grænna um skatta ofan á staðgreiðsluskatta útlistaðar. Báðir flokkarnir hafa gagnrýnt Fréttablaðið og Morgunblaðið fyrir að hafa birt það sem Steingrímur kallar nafnlausar auglýsingar með hræðsluáróðri og lygum um stefnu vinstriflokkanna.

„Maður skilur af hverju það er þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er á barmi örvæntingar og grípur þar af leiðandi til örþrifaráða sem yfirleitt snúast gegn mönnum," segir formaðurinn.

Að öðru leyti telur Steingrímur að yfirstandandi kosningabarátta hafi farið vel fram, en kosið verður til þings eftir fjóra daga.


Tengdar fréttir

Nýjar og ógeðfelldar aðferðir í kosningabaráttunni

„Þetta er allavega ný aðferð í kosningabaráttunni hér á landi. Ég man eftir allnokkrum kosningabaráttum en ég man ekki eftir að því að auglýsingar séu birtar með þessum hætti. Þetta er nýtt og afar ógeðfellt," segir Sigrún Jónsdóttir framkvæmdarstjóri Samfylkingarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×