Enn eitt áfallið fyrir bandarískan hafnarbolta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. febrúar 2009 08:52 Alex Rodriguez, leikmaður New York Yankees. Nordic Photos / Getty Images Bandaríski hafnarboltakappinn Alex Rodriguez hefur viðurkennt að hann notaði stera í nokkur ár en hann er hæst launaðasti leikmaðurinn í sinni grein þar í Bandaríkjunum. Rodriguez er 33 ára gamall og leikur með New York Yankees. Hann skrifaði í fyrra undir tíu ára samning sem er sagður vera 275 milljóna dollara virði eða upp á tæpan 31 milljarð króna. Hann er einfaldlega stærsta stjarnan í þessari þjóðaríþrótt Bandaríkjanna og hafa verið bundnar miklar vonir við hann. Rodriguez átti að vera maðurinn sem myndi endurvekja trú almennings á íþróttinni en hvert lyfjahneykslið hefur rekið annað í heimi hafnarboltans undanfarin ár og áratugi. Forsagan er sú að nýverið var greint frá í tímaritinu Sports Illustrated því að Rodriguez hafi fallið á lyfjaprófi árið 2003 þegar hann lék með Texas Rangers. En yfirvöld sögðu að á þeim tíma hafi lyfjaprófin verið nafnlaus og bæru enga refsingu í för með sér. Yfirvöld í íþróttinni segja að þökk sé þessum lyfjaprófunum árið 2003 hafi verið komið á fót formlegum lyfjaprófunum árið 2004. Í dag sé engin íþrótt sem taki jafn hart á þeim málum og bandarískur hafnarbolti. Fullyrt var í Sports Illustrated að 104 leikmenn hafi fallið á lyfjaprófinu árið 2003. Rodriguez játaði að hafa tekið stera í tvö ár en að hann gerði það ekki lengur. Hann kom til Texas Rangers árið 2001 og sagðist hafa tekið ólögleg lyf til ársins 2003. „Þegar ég kom til Texas fann ég fyrir miklum þrýstingi að standa mig vel. Mér fannst ég bera heiminn á herðum mér og að ég yrði að standa mig vel á hverjum einasta degi," sagði Rodriguez í löngu sjónvarpsviðtali við ESPN-sjónvarpsstöðina sem má sjá í heild sinni hér. „Á þessum tíma ríkti önnur og öðruvísi menning í íþróttinni. Þetta var allt frekar laust í reipunum. Ég var ungur, heimskur og barnalegur. Ég vildi sanna fyrir öllum að ég gæti orðið einn sá besti í sögu íþróttarinnar. Ég tók ólögleg lyf og harma það mjög." Hann sagði síðar í viðtalinu að hann viti einfaldlega ekki nákvæmlega hvaða efni hann hafi tekið. Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, er mikill íþróttaáhugamaður og sagði einnig í sjónvarpsviðtali að hann væri mjög hryggur vegna þessa fregna. „Mér finnst þetta afar óheppilegt því ég held að það séu margir leikmenn sem notuðu engin ólögleg efni," sagði Obama. Rodriguez var oft kallaður A-Rod af stuðningsmönnum sem margir hverjir kalla hann nú A-Fraud eða A-Roid. Það má einnig greina frá því að Rodriguez hefur verið sagður ástmaður tónlistarkonunnar Madonnu í fjölmiðlum en því neita þau reyndar bæði. Erlendar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira
Bandaríski hafnarboltakappinn Alex Rodriguez hefur viðurkennt að hann notaði stera í nokkur ár en hann er hæst launaðasti leikmaðurinn í sinni grein þar í Bandaríkjunum. Rodriguez er 33 ára gamall og leikur með New York Yankees. Hann skrifaði í fyrra undir tíu ára samning sem er sagður vera 275 milljóna dollara virði eða upp á tæpan 31 milljarð króna. Hann er einfaldlega stærsta stjarnan í þessari þjóðaríþrótt Bandaríkjanna og hafa verið bundnar miklar vonir við hann. Rodriguez átti að vera maðurinn sem myndi endurvekja trú almennings á íþróttinni en hvert lyfjahneykslið hefur rekið annað í heimi hafnarboltans undanfarin ár og áratugi. Forsagan er sú að nýverið var greint frá í tímaritinu Sports Illustrated því að Rodriguez hafi fallið á lyfjaprófi árið 2003 þegar hann lék með Texas Rangers. En yfirvöld sögðu að á þeim tíma hafi lyfjaprófin verið nafnlaus og bæru enga refsingu í för með sér. Yfirvöld í íþróttinni segja að þökk sé þessum lyfjaprófunum árið 2003 hafi verið komið á fót formlegum lyfjaprófunum árið 2004. Í dag sé engin íþrótt sem taki jafn hart á þeim málum og bandarískur hafnarbolti. Fullyrt var í Sports Illustrated að 104 leikmenn hafi fallið á lyfjaprófinu árið 2003. Rodriguez játaði að hafa tekið stera í tvö ár en að hann gerði það ekki lengur. Hann kom til Texas Rangers árið 2001 og sagðist hafa tekið ólögleg lyf til ársins 2003. „Þegar ég kom til Texas fann ég fyrir miklum þrýstingi að standa mig vel. Mér fannst ég bera heiminn á herðum mér og að ég yrði að standa mig vel á hverjum einasta degi," sagði Rodriguez í löngu sjónvarpsviðtali við ESPN-sjónvarpsstöðina sem má sjá í heild sinni hér. „Á þessum tíma ríkti önnur og öðruvísi menning í íþróttinni. Þetta var allt frekar laust í reipunum. Ég var ungur, heimskur og barnalegur. Ég vildi sanna fyrir öllum að ég gæti orðið einn sá besti í sögu íþróttarinnar. Ég tók ólögleg lyf og harma það mjög." Hann sagði síðar í viðtalinu að hann viti einfaldlega ekki nákvæmlega hvaða efni hann hafi tekið. Forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, er mikill íþróttaáhugamaður og sagði einnig í sjónvarpsviðtali að hann væri mjög hryggur vegna þessa fregna. „Mér finnst þetta afar óheppilegt því ég held að það séu margir leikmenn sem notuðu engin ólögleg efni," sagði Obama. Rodriguez var oft kallaður A-Rod af stuðningsmönnum sem margir hverjir kalla hann nú A-Fraud eða A-Roid. Það má einnig greina frá því að Rodriguez hefur verið sagður ástmaður tónlistarkonunnar Madonnu í fjölmiðlum en því neita þau reyndar bæði.
Erlendar Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Kennie Chopart lagði upp sigurmark KR á Hlíðarenda annað árið í röð Íslenski boltinn Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Alusovski rekinn frá Þór Handbolti Haukar í Evrópu eftir 15 ára hlé Körfubolti Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Fótbolti Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Sjá meira