ÍR-ingar unnu lykilleikinn á Akureyri 5. mars 2009 18:39 Eiríkur Önundarson var stigahæstur ÍR-inga í kvöld. Mynd/Vilhelm Þórsarar eru komnir með annan fótinn niður í 1. deild karla í körfubolta eftir sex stiga tap fyrir ÍR, 90-96 á Akureyri í kvöld. Þórsarar þurfa nú að vinna KR á útivelli í síðasta leiknum og treysta á að bæði FSu og Tindastóll tapi báðum sínum leikjum, til að halda sæti sínu í deildinni. KR verður væntanlega Deildameistari í leiknum og hafa að engu að keppa, þannig lagað. Þórsliðið þarf þó að eiga sinn allra besta leik í vetur ætli þeir sér sigur. ÍR er aftur á móti öruggt í úrslitakeppnina og endar líklega í sjötta sætinu. Þór var yfir eftir fyrsta leikhluta, 20-18. Konrad Tota tók þá við sér hjá Þór og skoraði fjórtán stig í öðrum leikhluta. Óðinn Ásgeirsson skoraði fyrstu fjögur stig leiksins en skoraði síðan ekkert meira í leiknum en stóð vaktina ágætlega í vörninni. Leikurinn var hnífjafn og spennandi, staðan 46-47 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var ekki síður jafn en ÍR var ávallt skrefinu á undan. Þegar skammt var eftir var ÍR fimm stigum yfir en með góðum kafla náði Þór að komast yfir. ÍR setti aftur á móti niður þrjár gríðarlega stórar þriggja stiga körfur á lokamínútunum og fóru að lokum með sex stiga sigur af hólmi. Þórsliðið spilaði ágætlega í leiknum en það dugði bara ekki til. ÍR spilaði einnig vel og á hrós skilið fyrir að klára leikinn. Lykilmenn þeirra léku vel en það munaði um að Daniel Bandy brást á ögurstundum hjá Þór.Þór Akureyri-ÍR 90-96Stig Þórs:Konrad Tota 24, Guðmundur Jónsson 17, Hrafn Jóhannesson 16, Daniel Bandy 14, Jón Orri Kristjánsson 12, Óðinn Ásgeirsson 4, Baldur Jónsson 3.Stig ÍR: Eiríkur Önundarson 20, Ólafur Þórisson 17, Ómar Sævarsson 16, Hreggviður Magnússon 15, Sveinbjörn Claessen 14, Steinar Arason 9, Ólafur Ingvason 3, Ásgeir Hlöðversson 2 Leikurinn var í beinni á Vísi í kvöld. Lýsingin er hér fyrir neðan. 4. leikhluti Þór Ak.-ÍR 90-96 (Leik lokið) Lokamínúturnar voru æsispennandi. Eftir þristinn frá Sveinbirni voru 40 sekúndur eftir og Þór tók leikhlé og fór í sókn. Guðmundur Jónsson fékk tvö víti og minnkaði muninn í eitt stig. ÍR fór í sókn og Steinar Ara kláraði nánast leikinn með þriggja stiga körfu. Staðan þá 90-94. Þór fór í sókn og hinn arfaslaki Bandy klúðraði sínu skoti. Fimm sekúndur eftir og ÍR á víti sem Hreggviður nýtti. Leiknum lauk með 90-96 sigri ÍR. Það er því ljóst að Þór leikur að öllum líkindum í 1. deild að ári. Hreggviður tók tvö víti, nýtti annað og jafnaði. Þegar ein mínúta var eftir klúðrai Þór boltanum fáránlega og ÍR fór í sókn. Sveinbjörn Claessen skoraði þriggja stiga og kom ÍR þremur yfir. Þór tekur leikhlé. Úrslitastundin nálgast. Steinar Arason skoraði stóra þriggja stiga en Tota svaraði í sömu mynt. Bandy kom Þór yfir. Hrafn skoraði þriggja og kom Þór yfir en Hreggviður svaraði. Gríðarleg spenna í húsinu. Eiríkur Önundarson er farinn útaf með fimm villur. Munar um minna fyrir ÍR. Tveggja stiga leikur. Hrafn Jóhannesson var að skora þriggja stiga körfu fyrir Þór og á víti að auki. ÍR tók leikhlé. Fimm stiga leikur og allt getur gerst. Sóknafrákast hjá ÍR. Þórsarar spila slaka vörn og taka leikhlé. ÍR er að spila sinn leik og hafa tíu stiga forystu, staðan góð fyrir gestina. Guðmundur Jónsson byrjaði með þriggja stiga körfu og bætti svo tveimur við en ÍR svaraði báðum körfum strax. Þór missti svo boltann og ÍR tók hvert sóknarfrákastið á eftir öðru en náði ekki að skora. Þórsarar verða að taka sig á og spila betur en í þriðja leikhluta, ætli þeir sér ekki að vera með annan fótinn í fyrstu deildinni eftir kvöldið. 3. leikhluti Þór Ak.-ÍR 61-69 Leikurinn er ágætlega spilaður af beggja hálfu en ÍR hefur stigið upp. Vörn Þórs hefur slakað heldur á en spennan er í hámarki. Þá er sókn þeirra á tíðum kæruleysisleg. Enginn leikmaður er með fjórar villur fyrir síðasta leikhlutann, nokkrir með þrjár í báðum liðum. Tota er með 21 stig fyrir Þór og Hrafn Jóhannesson og Jón Orri Kristjánsson með tíu hvor. Eiríkur er með 16 fyrir ÍR, Ómar Sævarsson og Ólafur Þórisson tólf. Sókn ÍR hefur ekki gengið sem skildi en þeir hafa fengið tvö hraðaupphlaup í röð og skorað eftir að Þór hafði minnkað muninn. Gestirnir skrefinu á undan. Leikurinn er aðeins að harna og bæði lið selja sig dýrt. Spennan er farin að magnast virkilega og stemningin í húsinu er að aukast. ÍR með yfirhöndina en Þór skammt undan. Þriðji leikhluti hefur oft reynst Þór erfiður í vetur. ÍR byrjar seinni hálfleik betur og leiðir með átta stigum. Það er karfan upp hjá Þór. Tvö skot þeirra voru hársbreidd frá því að rata ofan í en fóru upp úr. ÍR nýtir sér það. Sveinbjörn Claessen skoraði þriggja stiga körfu. Það er allt undir núna, ef Þórsarar tapa leika þeir væntanlega í 1. deild að ári. ÍR má að sama skapi ekki misstíga sig, þeir eru enn ekki öruggir í úrslitakeppnina. 2. leikhluti Þór Ak.-ÍR 46-47 (Hálfleikur) Síðasta karfan var glæsileg, skyndisókn Þórs og Guðmundur Jónsson sendi aftur fyrir bak á Tota sem skoraði. Mikið jafnræði er með liðunum. Það er mikið í húfi en það virðist vera lítið stress hjá Þórsurum sem hafa spilað ágætlega. ÍR hefur sótt mikið á eftir rólega byrjun þeirra. Tota er með sautján stig fyrir Þór, aðrir mun minna. Eiríkur er með tólf fyrir ÍR og Ólafur Þórisson 10. Leikurinn er mjög jafn og það stefnir í æsispennandi síðari hálfleik.Hreggviður Magnússon er kominn með þrjár villur hjá ÍR. Það er ekki gott fyrir gestina.Eiríkur hefur skorað tólf stig fyrir ÍR en Tota fimmtán fyrir Þór. Þeir draga vagnana núna.Leikurinn er hraður og ágætlega spilaður. Vörnin er þó ekki í fyrirrúmi þessa stundina og bæði lið skora mikið.Eiríkur var að skora flotta körfu en Konrad Tota minnkaði muninn. Leikurinn er í járnum.Ólafur skoraði aðra þriggja stiga körfu fyrir ÍR, nákvæmlega eins. Skotstíll hans er sérstakur, það var eins og hann væri að henda út í loftið út frá maganum á sér. En tvær þriggja stiga körfur í röð hjá honum og hann braust síðan í gegn og skoraði með sniðskoti. Átta stig hans í röð og ÍR með sex stiga forstkot. Þórsarar tóku leikhlé.Ólafur Þórisson hóf annan leikhluta með fáránlegu þriggja stiga skoti sem rataði ofan í. Þórsarar svöruðu strax og leiða með einu stigi.1. leikhluti Þór Ak.-ÍR 20-18ÍR komst yfir í 12-14 en Þórsarar komust svo í 17-14.Óðinn Ásgeirsson er með fjögur stig fyrir Þór líkt og Jón Orri Kristjánsson. Eiríkur Önundarson er með sex fyrir ÍR og Ómar Sævarsson fimm. Það er jákvætt fyrir Þór að lykilmenn þeirra byrjar vel. ÍR hefur átt í vandræðum í sókninni en hún gekk betur eftir því sem leið á. Dómararnir leyfa litla sem enga snertingu og er leikurinn því nákvæmlega ekkert harður. Fremur fámennt er í salnum en þrír ÍR-ingar halda uppi fjörinu fyrir gestina. Annars er lítil stemning í þessum síðasta heimaleik Þórs í vetur.Sóknarleikur ÍR hefur gengið betur eftir brösuga byrjun. Þórsarar missa boltann hvað eftir annað í sókninni og hafa í síðustu þremur sóknum stigið útaf, fengið á sig skref og þá ruðning.Fimm mínútur eru búnar af leiknum og staðan er 10-10. Leikurinn er því jafn og spennandi. Óðinn Ásgeirsson er með fjögur stig fyrir Þór og Eirikur Önundarson sex fyrir ÍR. Þórsarar eru mjög ákveðnir. Jón Orri varði skot frá Eiríki Önundarsyni glæsilega en Hreggviður Magnússon skoraði svo áður en Eiríkur jafnaði metin.Óðinn Ásgeirsson byrjar vel. Hann hefur skorað fyrstu fjögur stig leiksins. Þór hefur tekið tvö sóknarfráköst.Gangur leiksins: 4-0 , 4-4 , 10-10, 12-14, 17-14, 20-15, (20-18), 24-23, 24-30, 31-36, 36-38, 39-44, 41-44, (46-47), 46-54, 50-58, 53-58, 58-62, (61-69), 66-74, 68-78, 73-78, 78-82, 80-82, 83-84, 88-87, 88-91, 90-91, 90-96.- Fyrir leik -ÍR hefur unnið þrjá síðustu útileiki sína en eins og lesa má hér ÍR vann öruggan sigur á Þór í fyrri leiknum í Breiðholtinu, 92-77. Þórsarar unnu Skallagrím 140-66 í síðasta leik en þar áður hafði liðinu gengið afleitlega.Cedric Isom er ekki með Þór í kvöld en hann fór fyrir nokkrum vikum heim til Bandaríkjanna. Hann er handleggsbrotinn og munar um minna fyrir Þór. Hann hafði verið lang besti maður liðsins áður en hann meiddist. Í hans stað kom Daniel Bandy sem hefur verið að sækja í sig veðrið. Fyrir Þór mun Óðinn Ásgeirsson skipta miklu máli. Ef hann nær sér ekki á strik er voðinn vís en hann hefur ekki spilað eftir getu lengi vel, þar til í síðasta leik.Það er að duga eða drepast fyrir Þórsara í kvöld, nánast í bókstaflegri merkingu. Ef þeir leggja ÍR að velli jafna þeir FSu og Tindastól að stigum. Hafa þá öll þrjú liðin 14 stig í fallsæti, fyrir ofan Skallagrím sem þegar er fallinn. Þór á þá einn leik eftir, gegn KR á útivelli. FSu og Stólarnir eiga þá tvo leiki eftir. Ef bæði lið tapa báðum leikjum verða þau jöfn Þórsurum að stigum. Gilda þá innbyrðisviðureignir félaganna en þá fellur FSu. Þórsarar eru svo gott sem fallnir tapi þeir í kvöld, því það verður að segjast eins og er að þeir eiga varla mikinn séns í KR á útivelli. Það er bara þannig. Dominos-deild karla Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira
Þórsarar eru komnir með annan fótinn niður í 1. deild karla í körfubolta eftir sex stiga tap fyrir ÍR, 90-96 á Akureyri í kvöld. Þórsarar þurfa nú að vinna KR á útivelli í síðasta leiknum og treysta á að bæði FSu og Tindastóll tapi báðum sínum leikjum, til að halda sæti sínu í deildinni. KR verður væntanlega Deildameistari í leiknum og hafa að engu að keppa, þannig lagað. Þórsliðið þarf þó að eiga sinn allra besta leik í vetur ætli þeir sér sigur. ÍR er aftur á móti öruggt í úrslitakeppnina og endar líklega í sjötta sætinu. Þór var yfir eftir fyrsta leikhluta, 20-18. Konrad Tota tók þá við sér hjá Þór og skoraði fjórtán stig í öðrum leikhluta. Óðinn Ásgeirsson skoraði fyrstu fjögur stig leiksins en skoraði síðan ekkert meira í leiknum en stóð vaktina ágætlega í vörninni. Leikurinn var hnífjafn og spennandi, staðan 46-47 í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var ekki síður jafn en ÍR var ávallt skrefinu á undan. Þegar skammt var eftir var ÍR fimm stigum yfir en með góðum kafla náði Þór að komast yfir. ÍR setti aftur á móti niður þrjár gríðarlega stórar þriggja stiga körfur á lokamínútunum og fóru að lokum með sex stiga sigur af hólmi. Þórsliðið spilaði ágætlega í leiknum en það dugði bara ekki til. ÍR spilaði einnig vel og á hrós skilið fyrir að klára leikinn. Lykilmenn þeirra léku vel en það munaði um að Daniel Bandy brást á ögurstundum hjá Þór.Þór Akureyri-ÍR 90-96Stig Þórs:Konrad Tota 24, Guðmundur Jónsson 17, Hrafn Jóhannesson 16, Daniel Bandy 14, Jón Orri Kristjánsson 12, Óðinn Ásgeirsson 4, Baldur Jónsson 3.Stig ÍR: Eiríkur Önundarson 20, Ólafur Þórisson 17, Ómar Sævarsson 16, Hreggviður Magnússon 15, Sveinbjörn Claessen 14, Steinar Arason 9, Ólafur Ingvason 3, Ásgeir Hlöðversson 2 Leikurinn var í beinni á Vísi í kvöld. Lýsingin er hér fyrir neðan. 4. leikhluti Þór Ak.-ÍR 90-96 (Leik lokið) Lokamínúturnar voru æsispennandi. Eftir þristinn frá Sveinbirni voru 40 sekúndur eftir og Þór tók leikhlé og fór í sókn. Guðmundur Jónsson fékk tvö víti og minnkaði muninn í eitt stig. ÍR fór í sókn og Steinar Ara kláraði nánast leikinn með þriggja stiga körfu. Staðan þá 90-94. Þór fór í sókn og hinn arfaslaki Bandy klúðraði sínu skoti. Fimm sekúndur eftir og ÍR á víti sem Hreggviður nýtti. Leiknum lauk með 90-96 sigri ÍR. Það er því ljóst að Þór leikur að öllum líkindum í 1. deild að ári. Hreggviður tók tvö víti, nýtti annað og jafnaði. Þegar ein mínúta var eftir klúðrai Þór boltanum fáránlega og ÍR fór í sókn. Sveinbjörn Claessen skoraði þriggja stiga og kom ÍR þremur yfir. Þór tekur leikhlé. Úrslitastundin nálgast. Steinar Arason skoraði stóra þriggja stiga en Tota svaraði í sömu mynt. Bandy kom Þór yfir. Hrafn skoraði þriggja og kom Þór yfir en Hreggviður svaraði. Gríðarleg spenna í húsinu. Eiríkur Önundarson er farinn útaf með fimm villur. Munar um minna fyrir ÍR. Tveggja stiga leikur. Hrafn Jóhannesson var að skora þriggja stiga körfu fyrir Þór og á víti að auki. ÍR tók leikhlé. Fimm stiga leikur og allt getur gerst. Sóknafrákast hjá ÍR. Þórsarar spila slaka vörn og taka leikhlé. ÍR er að spila sinn leik og hafa tíu stiga forystu, staðan góð fyrir gestina. Guðmundur Jónsson byrjaði með þriggja stiga körfu og bætti svo tveimur við en ÍR svaraði báðum körfum strax. Þór missti svo boltann og ÍR tók hvert sóknarfrákastið á eftir öðru en náði ekki að skora. Þórsarar verða að taka sig á og spila betur en í þriðja leikhluta, ætli þeir sér ekki að vera með annan fótinn í fyrstu deildinni eftir kvöldið. 3. leikhluti Þór Ak.-ÍR 61-69 Leikurinn er ágætlega spilaður af beggja hálfu en ÍR hefur stigið upp. Vörn Þórs hefur slakað heldur á en spennan er í hámarki. Þá er sókn þeirra á tíðum kæruleysisleg. Enginn leikmaður er með fjórar villur fyrir síðasta leikhlutann, nokkrir með þrjár í báðum liðum. Tota er með 21 stig fyrir Þór og Hrafn Jóhannesson og Jón Orri Kristjánsson með tíu hvor. Eiríkur er með 16 fyrir ÍR, Ómar Sævarsson og Ólafur Þórisson tólf. Sókn ÍR hefur ekki gengið sem skildi en þeir hafa fengið tvö hraðaupphlaup í röð og skorað eftir að Þór hafði minnkað muninn. Gestirnir skrefinu á undan. Leikurinn er aðeins að harna og bæði lið selja sig dýrt. Spennan er farin að magnast virkilega og stemningin í húsinu er að aukast. ÍR með yfirhöndina en Þór skammt undan. Þriðji leikhluti hefur oft reynst Þór erfiður í vetur. ÍR byrjar seinni hálfleik betur og leiðir með átta stigum. Það er karfan upp hjá Þór. Tvö skot þeirra voru hársbreidd frá því að rata ofan í en fóru upp úr. ÍR nýtir sér það. Sveinbjörn Claessen skoraði þriggja stiga körfu. Það er allt undir núna, ef Þórsarar tapa leika þeir væntanlega í 1. deild að ári. ÍR má að sama skapi ekki misstíga sig, þeir eru enn ekki öruggir í úrslitakeppnina. 2. leikhluti Þór Ak.-ÍR 46-47 (Hálfleikur) Síðasta karfan var glæsileg, skyndisókn Þórs og Guðmundur Jónsson sendi aftur fyrir bak á Tota sem skoraði. Mikið jafnræði er með liðunum. Það er mikið í húfi en það virðist vera lítið stress hjá Þórsurum sem hafa spilað ágætlega. ÍR hefur sótt mikið á eftir rólega byrjun þeirra. Tota er með sautján stig fyrir Þór, aðrir mun minna. Eiríkur er með tólf fyrir ÍR og Ólafur Þórisson 10. Leikurinn er mjög jafn og það stefnir í æsispennandi síðari hálfleik.Hreggviður Magnússon er kominn með þrjár villur hjá ÍR. Það er ekki gott fyrir gestina.Eiríkur hefur skorað tólf stig fyrir ÍR en Tota fimmtán fyrir Þór. Þeir draga vagnana núna.Leikurinn er hraður og ágætlega spilaður. Vörnin er þó ekki í fyrirrúmi þessa stundina og bæði lið skora mikið.Eiríkur var að skora flotta körfu en Konrad Tota minnkaði muninn. Leikurinn er í járnum.Ólafur skoraði aðra þriggja stiga körfu fyrir ÍR, nákvæmlega eins. Skotstíll hans er sérstakur, það var eins og hann væri að henda út í loftið út frá maganum á sér. En tvær þriggja stiga körfur í röð hjá honum og hann braust síðan í gegn og skoraði með sniðskoti. Átta stig hans í röð og ÍR með sex stiga forstkot. Þórsarar tóku leikhlé.Ólafur Þórisson hóf annan leikhluta með fáránlegu þriggja stiga skoti sem rataði ofan í. Þórsarar svöruðu strax og leiða með einu stigi.1. leikhluti Þór Ak.-ÍR 20-18ÍR komst yfir í 12-14 en Þórsarar komust svo í 17-14.Óðinn Ásgeirsson er með fjögur stig fyrir Þór líkt og Jón Orri Kristjánsson. Eiríkur Önundarson er með sex fyrir ÍR og Ómar Sævarsson fimm. Það er jákvætt fyrir Þór að lykilmenn þeirra byrjar vel. ÍR hefur átt í vandræðum í sókninni en hún gekk betur eftir því sem leið á. Dómararnir leyfa litla sem enga snertingu og er leikurinn því nákvæmlega ekkert harður. Fremur fámennt er í salnum en þrír ÍR-ingar halda uppi fjörinu fyrir gestina. Annars er lítil stemning í þessum síðasta heimaleik Þórs í vetur.Sóknarleikur ÍR hefur gengið betur eftir brösuga byrjun. Þórsarar missa boltann hvað eftir annað í sókninni og hafa í síðustu þremur sóknum stigið útaf, fengið á sig skref og þá ruðning.Fimm mínútur eru búnar af leiknum og staðan er 10-10. Leikurinn er því jafn og spennandi. Óðinn Ásgeirsson er með fjögur stig fyrir Þór og Eirikur Önundarson sex fyrir ÍR. Þórsarar eru mjög ákveðnir. Jón Orri varði skot frá Eiríki Önundarsyni glæsilega en Hreggviður Magnússon skoraði svo áður en Eiríkur jafnaði metin.Óðinn Ásgeirsson byrjar vel. Hann hefur skorað fyrstu fjögur stig leiksins. Þór hefur tekið tvö sóknarfráköst.Gangur leiksins: 4-0 , 4-4 , 10-10, 12-14, 17-14, 20-15, (20-18), 24-23, 24-30, 31-36, 36-38, 39-44, 41-44, (46-47), 46-54, 50-58, 53-58, 58-62, (61-69), 66-74, 68-78, 73-78, 78-82, 80-82, 83-84, 88-87, 88-91, 90-91, 90-96.- Fyrir leik -ÍR hefur unnið þrjá síðustu útileiki sína en eins og lesa má hér ÍR vann öruggan sigur á Þór í fyrri leiknum í Breiðholtinu, 92-77. Þórsarar unnu Skallagrím 140-66 í síðasta leik en þar áður hafði liðinu gengið afleitlega.Cedric Isom er ekki með Þór í kvöld en hann fór fyrir nokkrum vikum heim til Bandaríkjanna. Hann er handleggsbrotinn og munar um minna fyrir Þór. Hann hafði verið lang besti maður liðsins áður en hann meiddist. Í hans stað kom Daniel Bandy sem hefur verið að sækja í sig veðrið. Fyrir Þór mun Óðinn Ásgeirsson skipta miklu máli. Ef hann nær sér ekki á strik er voðinn vís en hann hefur ekki spilað eftir getu lengi vel, þar til í síðasta leik.Það er að duga eða drepast fyrir Þórsara í kvöld, nánast í bókstaflegri merkingu. Ef þeir leggja ÍR að velli jafna þeir FSu og Tindastól að stigum. Hafa þá öll þrjú liðin 14 stig í fallsæti, fyrir ofan Skallagrím sem þegar er fallinn. Þór á þá einn leik eftir, gegn KR á útivelli. FSu og Stólarnir eiga þá tvo leiki eftir. Ef bæði lið tapa báðum leikjum verða þau jöfn Þórsurum að stigum. Gilda þá innbyrðisviðureignir félaganna en þá fellur FSu. Þórsarar eru svo gott sem fallnir tapi þeir í kvöld, því það verður að segjast eins og er að þeir eiga varla mikinn séns í KR á útivelli. Það er bara þannig.
Dominos-deild karla Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti Spáir Íslandi sæti í undanúrslitum Handbolti HM-barinn í Zagreb klár en Sérsveitin sparar kraftana Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Sjá meira