Viðskipti erlent

Sveitarstjórn var vöruð við Icesave í mars

Sveitarstjórnin í Lincolnshire í norðausturhluta Englands var vöruð við Icesave og Singer & Friedlander reikningum sínum í mars á síðasta ári og aftur í maí. Þetta kemur fram á vefsíðu BBC.

Sveitarstjórnin tapaði samtals 7 milljónum punda, eða rúmlega 1,1 milljarði kr. á Icesave og innistæðum sem hún átti inn á Singer & Friedlander dótturbanka Kaupþings í Bretlandi.

Samkvæmt innri endurskoðun sveitarstjórnarinnar kemur fram að dagana 3. mars og 12. maí var sveitarstjórnin aðvöruð um innistæður sínar en þessa daga var lánshæfismat Landsbankans annarsvegar og Kaupþings hinsvegar lækkað.

Í ljós hefur komið að forráðamenn sveitarfélagsins skildu ekki þessar aðvaranir frá ráðgjöfum sínum enda var fé lagt inn á þessa reikninga allt fram í október þegar íslenska bankakerfið hrundi loksins.

Sveitarstjórinn, Tony Hunter, segir að eftir á að hyggja hefði verið óskandi að hafa dregið innistæður sveitarfélagsins út af reikningunum áður en Landsbankinn og Kaupþing fóru í þrot.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×